Risatilboði Chelsea hafnað - Tekur Nuno við West Ham? - Tveir á blaði United - Ungur miðvörður til Arsenal?
   mán 15. september 2025 12:21
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Áfram stuðningur við Amorim
Mynd: EPA
Stjórn Manchester United hefur áfram trú á stjóranum Ruben Amorim. Sky Sports og talkSPORT fjalla um málið.

Frá komu Amorim til United hafa átta leikir af 31 unnist. Úr fjórum deildarleikjum á þessu tímabili hefur United fengið fjögur stig. Auk þess er liðið úr leik í deildabikarnum.

Stjórn United studdi við Amorim í sumar, þrír sóknarmenn voru keyptir og er áfram litið á Amorim sem rétta manninn í starfið.
Athugasemdir
banner