Sautjánda umferð Bestu deildar kvenna kláraðist í gær. FHL er svo gott sem fallið og Breiðablik færist nær því að vinna Íslandsmeistaratitilinn.
Víkingur hefur unnið fjóra leiki í röð og er komið í efri hlutann þegar ein umferð er eftir fram að skipting. Einar Guðnason er þjálfari umferðarinnar eftir sigur Víkinga í Kaplakrika. Ráðningin á honum hefur reynst frábær fyrir Víkinga þar sem liðið var í fallsæti þegar hann tók við. Bergdís Sveinsdóttir var maður leiksins og Gígja Valgerður Harðardóttir átti mjög góðan leik í vörninni.
Víkingur hefur unnið fjóra leiki í röð og er komið í efri hlutann þegar ein umferð er eftir fram að skipting. Einar Guðnason er þjálfari umferðarinnar eftir sigur Víkinga í Kaplakrika. Ráðningin á honum hefur reynst frábær fyrir Víkinga þar sem liðið var í fallsæti þegar hann tók við. Bergdís Sveinsdóttir var maður leiksins og Gígja Valgerður Harðardóttir átti mjög góðan leik í vörninni.

Birta Georgsdóttir hefur verið ótrúleg í liði Breiðabliks að undanförnu og hún skoraði þrennu í öruggum sigri gegn FHL. Hún hefur núna verið níu sinnum í liði umferðarinnar sem er meira en nokkur annar leikmaður. Agla María Albertsdóttir hefur tengt vel við Birtu í sumar og hún er í liði umferðarinnar í áttunda sinn í sumar.
Fanndís Friðriksdóttir skoraði þá líka þrennu þegar Valur vann Tindastól 6-2. Arnfríður Auður Arnarsdóttir og Málfríður Anna Eiríksdóttir áttu líka mjög fínan leik þar.
Gyða Kristín Gunnarsdóttir og Úlfa Dís Kreye Úlfarsdóttir hafa þá verið í fantaformi fyrir Stjörnuna að undanförnu. Stjarnan vann 3-1 sigur á Fram, sem er í mikilli fallbaráttu. Stjarnan hefur unnið þrjá leiki í röð og er í fimmta sæti.
Þá hélt Þróttur Meistaradeildarvonum sínum á lífi með sigri á Akureyri. Þar var markvörðurinn Mollee Swift í góðum gír og spilaði Jelena Tinna Kujundzic jafnframt vel í vörninni.
Fyrri lið umferðarinnar
Athugasemdir