Risatilboði Chelsea hafnað - Tekur Nuno við West Ham? - Tveir á blaði United - Ungur miðvörður til Arsenal?
   mán 15. september 2025 12:42
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Keane hakkar leikmann Man Utd í sig - „Hefur komist upp með morð í mörg ár"
Mynd: EPA
Roy Keane, fyrrrum fyrirliði Manchester United, var sérfræðingur hjá Sky Sports í kringum leik liðsins gegn Manchester City í gær.

City vann leikinn sannfærandi, 3-0 niðurstaðan.

Eftir leik var Keane ekki viss um að leikmenn hefðu fulla trú á því sem stjórinn Ruben Amorim væri að leggja upp með.

„Við sáum sum mörkin í dag, sumir fóru af stað í pressu, aðrir ekki, það er mikið af breytingum. Þegar maður sér sum af þessum mörkum þá veltiru hvort að menn séu 100% með í því sem stjórinn er að segja. Ég sé menn ekki hlaupa í gegnum veggi fyrir hann," segir Keane sem lét svo Luke Shaw, leikmann United, heyra það.

„Ákvarðanir leikmanna voru oft á tíðum rangar. Shaw í fyrsta markinu, Shaw er landsliðsmaður, hann getur ekki látið nappað sér svona. Mér finnst Shaw hafa komist upp með morð (ótrúlega mikið) í mörg ár, alltaf meiddur, aldrei alveg í standi, talað um eins og hann þurfi nokkra leiki, og svo er eins og hann vilji ekki tækla andstæðinginn."

„Við horfum á tölfræðina úr leiknum, ekki eitt gult spjald! Það var rigning, nágrannaslagur. Þú átt að vera gjörsamlega ónýtur eftir að hafa lagt þig allan í nágrannaslag,"
sagði Keane.
Athugasemdir
banner