„Þetta var skyndiákvörðun. Þetta var leikur sem ég hugsaði að ég þyrfti að koma á. Við erum að fara að skrifa kafla í íslenska knattspyrnusögu í dag," segir Joey Drummer, meðlimur Tólfunnar.
Joey flaug til Noregs í morgun en hann ákvað það í gær að þetta væri leikur sem hann gæti ekki misst af.
Joey flaug til Noregs í morgun en hann ákvað það í gær að þetta væri leikur sem hann gæti ekki misst af.
Tólfan söng alla leiðina yfir hafið. „Ég vakti mig í söng. Við sungum í flugstöðinni, ríkinu, vélinni og rútunni. Við ætlum að syngja hér á pöbbnum og svo syngjum við á vellinum."
„Þetta verður eintóm íslensk gleði," segir Joey Drummer sem er bjartsýnn fyrir leiknum í kvöld og spáir 2-1 sigri.
Í sjónvarpinu hér að ofan má sjá viðtalið við Joey og einnig nýja Tólfudansins sem búinn var til á leiðinni.
Athugasemdir






















