Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   þri 15. október 2019 11:03
Elvar Geir Magnússon
Fylkir og Grótta kynna nýja þjálfara í dag
Ágúst Gylfason.
Ágúst Gylfason.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fylkir heldur fréttamannafund í hádeginu í dag vegna þjálfaramála en þar verður Atli Sveinn Þórarinsson kynntur sem nýr þjálfari.

Annað félag í Pepsi Max-deild karla heldur fréttamannafund í dag en boðað verður til fundar hjá Gróttu klukkan 15:00.

Þar verður Ágúst Gylfason kynntur sem nýr þjálfari en Fótbolti.net greindi frá því í gær að hann væri að fara að taka við þjálfun liðsins.

Fylkismenn létu Helga Sigurðsson fara og kynna nýtt þjálfarateymi í dag. Reiknað er með því að Ólafur Stígsson og Ólafur Ingi Skúlason verði í teyminu.

Sjá einnig:
Atli Sveinn hættur hjá Stjörnunni til að taka við Fylki

Ágúst og Óskar Hrafn Þorvaldsson skipta á starfi en Breiðablik ákvað að láta Ágúst fara og fá Óskar í staðinn. Ágúst hefur stýrt Blikum síðustu tvö tímabil og í bæði skiptin endað í öðru sæti efstu deildar.

Grótta kom öllum á óvart á síðasta tímabili þegar liðið komst upp í Pepsi Max-deildina en liðið fór upp um tvær deildir á tveimur árum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner