fös 15. október 2021 09:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Mendy hefur rutt brautina fyrir svarta markmenn
Lawrence Vigouroux lék áður með varaliði Liverpool
Lawrence Vigouroux lék áður með varaliði Liverpool
Mynd: Heimasíða Liverpool
Lawrence Vigouroux markvörður Leyton Orient í League Two varð fyrir kynþáttafordómum eftir leik liðsins gegn Port Vale þann 2. október.

Leiknum lauk með 3-2 sigri Port Vale en hann fékk miður skemmtileg skilaboð á Twitter eftir leikinn sem hann deildi á Twitter aðgangi sínum.

Hann var til viðtals á youtuberás Leyton Orient en þar ræddi hann allt milli himins og jarðar, meðal annars að markmenn sem eru dökkir á hörund séu ekki margir en Edouard Mendy markvörður Chelsea sé frábær fyrirmynd fyrir aðra markmenn.

„Það er ekki algengt að sjá svartann markmann, fólk ákvað bara að ég myndi gera mistök, ég hef þurft að berjast við það allan minn feril, ekki bara ég, það eru fullt af öðrum markvörðum sem hafa þurft að díla við það," sagði Vigouroux.

„Ég held að þetta sé að breytast, maður sér Mendy hjá Chelsea, ég hafði ekki heyrt um hann þegar hann skrifaði undir hjá Chelsea en hann hefur gert frábæra hluti og hann hefur rutt brautina fyrir marga svarta markverði, við getum litið upp til hans."


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner