Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 15. október 2021 06:00
Hafliði Breiðfjörð
Þróttarar frá Vogum heimsækja Brentford
Fótboltaferð þar sem Hermann Hreiðarsson og Marteinn Ægisson framkvæmdastjóri Þróttar verða fararstjórar.
Hermann Hreiðarsson þjálfarði Þrótt Vogum í sumar.
Hermann Hreiðarsson þjálfarði Þrótt Vogum í sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Aðsend
Þróttur Vogum, Hermann Hreiðarsson og Marteinn Ægisson í samstarfi við Icelandair hafa að undanförnu verið að skipuleggja ferð til Brentford. Hvernig kom það til að Þróttur Vogum ætlar til London á leik með Brentford?

„Það eru nokkrir Brentford stuðningsmenn í Vogum. Hemmi spilaði með liðinu á sínum tíma og er feiki vinsæll hjá félaginu eftir að hafa farið upp um deild með þeim í kringum aldamót. Því var ákveðið að henda í eina góða ferð til að sjá allt þetta stórkostlega sem hefur verið í gangi hjá Brentford að undanförnu. Þetta er stutt flug, völlurinn ekki langt frá flugvellinum," sagði Marteinn

Lokað verður fyrir sölulink 19. október - Síðasti möguleiki á að taka þátt í þessari einstöku ferð. Smelltu hér fyrir skráningu

Upplýsingar um ferð:
- Verð á mann í tvíbýli: 99.900 kr. (Ef einhver vill einbýli – 114.900 kr.)
- Innifalið: Flug, gisting í tvær nætur með morgunverði, flugvallarskattar og ein taska hámark 23kg ásamt 10kg handfarangurstösku. Miði á leik Brentford – Everton og íslensk fararstjórn (Hermann Hreiðarsson þjálfari ÍBV og Marteinn Ægisson framkvæmdastjóri Þróttar) (33 miðar í sölu)
- Flug út: Keflavik – London Heathrow 26.11.2021 16:10 – 19:20 – FI454
F - lug heim: London Heathrow – Keflavík 28.11.2021 20:25 – 23:40 – FI455
- Hótel: Copthorne Tara Hotel London Kensington
Verð tekur mið að því að miði á leik kosti 10.000 kr.

Smelltu hér fyrir skráningu

Þriðjudaginn 19. október klukkan 13:00 verður lokað fyrir söluna og ekki hægt að skrá sig í ferðina eftir þann tíma.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner