sun 15. desember 2019 21:00
Ívan Guðjón Baldursson
Demba Ba og Sagna gagnrýna Arsenal
Mynd: Getty Images
Arsenal tapaði 0-3 fyrir Englandsmeisturum Manchester City fyrr í dag. Frammistaða heimamanna á Emirates var vandræðaleg á köflum og virtust þeir rauðklæddu andlausir stærsta hluta leiksins.

Mesut Özil var tekinn af velli í leiknum og bauluðu stuðningsmenn á hann er hann labbaði útaf, ekki ósvipað því þegar baulað var á Granit Xhaka fyrr í haust. Xhaka svaraði fyrir sig en það gerði Özil ekki.

Demba Ba, fyrrum sóknarmaður Chelsea, tjáði sig um málið á Twitter og skaut á Arsenal í leiðinni.

„Ekki hissa," skrifaði hann við frétt af andúð stuðningsmanna gagnvart Özil. „@Arsenal heldur áfram að fjarlægjast þá bestu."

Bacary Sagna, fyrrum leikmaður Arsenal og Manchester City, tjáði sig þá í beinni útsendingu SkySports að leikslokum.

„Þetta er sirkús. Þú veist ekki hver stjórnar eða hver tekur ákvarðanir. Leikmönnum vantar sjálfstraust, þeir virðast týndir á vellinum en það er ekki hægt að kenna þeim um því þeir vita ekki einu sinni hver verður næsti stjóri liðsins."


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner