Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   lau 16. janúar 2021 11:20
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Heimild: Football Espana 
Arsenal sagt vera á eftir markverði Barcelona
Neto og Marc Andre ter Stegen.
Neto og Marc Andre ter Stegen.
Mynd: Getty Images
Arsenal gæti reynt að fá brasilíska markvörðinn Neto frá Barcelona samkvæmt Mundo Deportivo á Spáni.

Neto mun hins vegar aðeins fara frá Barcelona ef hann á möguleika á byrjunarliðssæti.

Arsenal er að leita að nýjum varamarkverði til að veita Bernd Leno samkeppni. Rúnar Alex Rúnarsson er á mála hjá félaginu og hefur spilað nokkra leiki á tímabilinu. Rúnar hefur spilað nokkra leiki í Evrópudeildinni sem og í 4-1 tapi gegn Manchester City í enska deildabikarnum þar sem hann átti ekki góðan dag.

Arsenal er sagt tilbúið að lána Rúnar og samkvæmt frétt The Athletic hafa nokkur félög í ensku Championship deildinni sem og víðar í Evrópu áhuga á að fá Rúnar Alex á láni út tímabilið.

Neto er varamarkvörður Barcelona en hann hefur spilað í níu keppnisleikjum á þessu tímabili. Sagt er að Arsenal vilji fá hann á láni og sé tilbúið að leyfa honum að berjast við Leno um sæti í byrjunarliðinu.
Athugasemdir
banner
banner
banner