Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   lau 16. janúar 2021 13:36
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Líkleg byrjunarlið Liverpool og Man Utd
Byrjar Joel Matip?
Byrjar Joel Matip?
Mynd: Getty Images
Stærsti leikur tímabilsins til þessa í ensku úrvalsdeildinni fer fram á morgun þegar erkifjendurnir Liverpool og Manchester United eigast við á Anfield í Liverpool.

Þetta eru tvö efstu lið deildarinnar, tvö lið sem ætla sér að vinna titilinn.

Guardian hefur sett saman líkleg byrjunarliðin fyrir þennan stóra leik. Í líklegu byrjunarliði Liverpool er Joel Matip en hann er tæpur fyrir leikinn.

Guardian telur að Thiago byrji inn á miðri miðju Liverpool með Jordan Henderson og Georginio Wijnaldum.

Jafnframt er talið að Ole Gunnar Solskjær byrji með þrjá hafsenta; Eric Bailly, Harry Maguire og Victor Lindelöf. Hann muni svo Scott McTominay á miðsvæðinu með Paul Pogba og Bruno Fernandes. Anthony Martial byrji ekki þennan leik.

Hjá Liverpool eru Diogo Jota, Naby Keita, Kostas Tsimikas, Joe Gomez, og Virgil van Dijk allir á meiðslalistanum. Phil Jones er sá eini sem er á meiðslalistanum hjá Man Utd.

Leikurinn á morgun hefst klukkan 16:30 og verður sýndur í beinni á Síminn Sport.

Sjá einnig:
Carragher velur sameiginlegt draumalið Liverpool og Man Utd
Bjarni valdi fleiri úr Man Utd en Liverpool í sameiginlegt byrjunarlið
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner