Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 16. janúar 2021 19:10
Ívan Guðjón Baldursson
Moyes: West Ham hefur alla burði til að stækka
Mynd: Getty Images
David Moyes var mjög ánægður með að ná í þrjú stig á heimavelli gegn Burnley í dag. West Ham vann nauman sigur þar sem Michail Antonio gerði eina mark leiksins á níundu mínútu.

Að leikslokum talaði Moyes um mikilvægi þess að vinna svona leiki og svaraði spurningum um leikmannamarkaðinn.

„Þetta var ekki okkar besta frammistaða en við sýndum karakter og náðum í mikilvæg stig. Ég er smá vonsvikinn að við höfum ekki spilað betur en ég er mjög ánægður með varnarleikinn," sagði Moyes.

„Við viljum alltaf styrkja leikmannahópinn en ég veit ekki hvað gerist í mánuðinum. Mig langar í snöggan leikmann sem getur hlaupið innfyrir vörnina. Michail (Antonio) gerir það fyrir okkur og við þurfum annan svipaðan sóknarmann þegar hann meiðist."

Moyes bjargaði Hömrunum frá falli á síðustu leiktíð og hefur farið afar vel af stað á nýju tímabili. West Ham er í efri hluta deildarinnar, með 29 stig eftir 18 umferðir.

„Að sleppa við fall í fyrra er eitt af því besta sem ég hef afrekað á ferlinum. Við vorum í virkilega erfiðri stöðum en náðum að bjarga okkur. Þetta er frábært félag sem hefur alla burði til að stækka gríðarlega mikið í nánustu framtíð."
Athugasemdir
banner
banner
banner