Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   lau 16. janúar 2021 20:42
Ívan Guðjón Baldursson
Pochettino er með Covid
Mynd: Getty Images
Mauricio Pochettino, nýráðinn aðalþjálfari PSG, mun missa af næstu tveimur leikjum liðsins hið minnsta eftir að hann greindist með kórónuveiruna í gær.

Pochettino tók við Frakklandsmeisturunum í byrjun árs og vann sinn fyrsta titil með félaginu í þriðja leiknum við stjórnvölinn, með sigri gegn Marseille. Þetta var fyrsti titillinn sem Pochettino vinnur á þjálfaraferlinum eftir að hafa stýrt Espanyol, Southampton og Tottenham síðasta áratuginn.

Jesus Perez og Miguel D'Agostino, aðstoðarþjálfarar Pochettino, munu taka við liðinu í næstu leikjum. PSG mætir Angers í kvöld og svo er leikur gegn Montpellier á föstudaginn sem Pochettino missir af.

Pochettino á sér spennandi verkefni fyrir höndum þar sem hann þarf að tryggja áttunda Frakklandsmeistaratitil PSG á níu árum, en titilbaráttan virðist ætla að vera ansi hörð í ár.
Athugasemdir
banner
banner
banner