Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 16. janúar 2022 19:01
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Kjarnafæðismótið: Þór gerði fimm og mætir KA í úrslitum
Þór skoraði fimm.
Þór skoraði fimm.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
KF 0 - 5 Þór
0-1 Nikola Kristinn Stojanovic ('15)
0-2 Kristófer Kristjánsson ('71, víti)
0-3 Sigfús Fannar Gunnarsson ('89)
0-4 Vilhelm Ottó Biering Ottósson ('91)
0-5 Aðalgeir Axelsson ('93)
Rautt spjald: Helgi Már Kjartansson, KF ('70)

Þór tryggði sér efsta sæti í riðli 2 í Kjarnafæðismótinu með stórsigri gegn KF í dag. Leikið var í Boganum.

Nikola Kristinn Stojanovic skoraði fyrsta mark leiksins eftir stundarfjórðung og var það eina markið sem var skorað í fyrri hálfleiknum.

Þór var með ungt lið í dag og voru þrír leikmenn fæddir 2004 í byrjunarliðinu. Einn þeirra, Kristófer Kristjánsson, skoraði úr vítaspyrnur á 71. mínútu.

Varamennirnir Sigfús Fannar Guðmundsson, Vilhelm Ottó Biering Ottósson og Aðalgeir Axelsson skoruðu þrjú síðustu mörkin á lokamínútum leiksins og lokatölur 5-0 fyrir Þór sem endar riðilinn með fullt hús stiga. KF er með þrjú stig og á eftir að mæta KA 2.

Þetta þýðir að KA og Þór munu mætast í úrslitaleiknum í Kjarnafæðismótinu. Ekkert nýtt þar.
Athugasemdir
banner
banner