Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fös 16. apríl 2021 11:00
Aksentije Milisic
Spænska pressan vanmetur Chelsea fyrir undanúrslitin
Kemst Chelsea í gegnum Real Madrid?
Kemst Chelsea í gegnum Real Madrid?
Mynd: Getty Images
„Chelsea er nú þegar skjálfandi," var fyrirsögnin hjá spænska blaðinu Marca eftir að ljóst var að Real Madrid og Chelsea mætast í undanúrslitum Meistaradeildarinnar.

„Þegar Real Madrid finnur lyktina af úrslitaleiknum, þá ættu andstæðingarnir að biðja til allra æðri mátta," hélt Marca áfram.

Ekki voru hins vegar allir miðlar á sömu nótunum og Marca en Diario AS hrósar Chelsea undir stjórn Thomas Tuchel. Þar er skrifað að Chelsea getur stjórnað leikjum án þess að hafa knöttinn.

Þar var einnig fjallað um það að Chelsea hefur aðeins fengið á sig fimm mörk í 18 leikjum undir stjórn Þýska stjórans.

AS skrifaði um turnanna þrjá í vörn Chelsea en þar er átt við um Cesar Azpilicueta, Antonio Rudiger og Thiago Silva fyrir framan markvörðinn öfluga Edouard Mendy.

Þá var Reece James og Ben Chilwell einnig hrósað fyrir ferði sínar upp og niður vænginn og miðjuna sem verndar vörnina, þeir N'golo Kante og Mateo Kovacic.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner