Anderson til United? - Arsenal í viðræðum við lykilmenn - Tveir á förum frá United - 18 ára vekur athygli
„Þú veist að það er bara einn Siggi Hall"
Guðlaugur Victor fer yfir sigurmark Frakka: Ég er nógu hraður til að díla við Mbappe
Daníel Tristan í skýjunum: Það skemmtilegasta sem ég hef gert í lífinu
Skoraði markið umtalaða - „Dómaranum fannst það sem ég skil ekki”
Ísak stoltur og talar um rán - „Ég er bara að drepast”
Vissi að þetta væri rautt: „Sagði strax við strákana að ég ætla að liggja aðeins“
Franskur blaðamaður: Yrði mikið sjokk að vinna ekki Ísland
Kristian: Ekki rétt það sem kom fram um mig
„Ef við byrjum leikina eins og seinni hálfleik getum við gert drullu góða hluti"
Ólafur Ingi stoltur af frammistöðunni - „Fyrir mér glórulaus dómur"
Mikael Egill: Er það ekki bara Frakkinn?
Stefán Teitur: Nei, það er geðveikt
Sverrir Ingi: Bónusleikur fyrir okkur
Ísak Bergmann: Stórt fyrir Skagann á erfiðu sumri
„Mbappé má eiga það að hann er fljótur”
Björgvin Karl: Hefðum átt að klára þennan leik
Óli Kri: Við fengum erfiðan andstæðing í dag
Bjarni Jó: Getum sjálfum okkur um kennt
Völsungur áfram í Lengjudeildinni þvert á allar spár - „Tilfinningin er ótrúlega sæt"
Gústi Gylfa: Hann átti stjörnumóment síðustu tíu
   mið 16. apríl 2025 20:49
Anton Freyr Jónsson
Arna: Varnarleikurinn okkar eiginlega bara sóknarleikur
Kvenaboltinn
Arna Eiríksdóttir, fyrirliði FH leiðir lið sitt inn á völlinn á Hlíðarenda í kvöld.
Arna Eiríksdóttir, fyrirliði FH leiðir lið sitt inn á völlinn á Hlíðarenda í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Tilfinningin er bara ágæt, við hefðum átt að nýta einhver af þessum færum sem við fengum en ég held að þetta sé bara sterkt stig fyrir okkur á útivelli í fyrsta leik." sagði Arna Eiríksdóttir fyrirliði FH eftir markalausa jafnteflið við Val á N1 vellinum á Hlíðarenda í kvöld í fyrstu umferð Bestu deild kvenna.


Lestu um leikinn: Valur 0 -  0 FH

„Við förum inn í hvern einasta leik til að vinna hann og það er ekkert öðruvísi þó maður sé að mæta Val en þetta er klárlega sterkt stig fyrir okkur og gefur góð fyrirheit fyrir sumarið."

„Við höfum verið að vinna með sömu pressuna síðustu þrjú ár og höfum alltaf verið að bæta hana meira og meira þegar hún er svona agresive eins og hún var í dag þá náum við að vinna boltann hátt uppi á vellinum og þá er varnarleikurinn okkar eiginlega bara sóknarleikur."

Nánar var rætt við Örnu í viðtalinu í sjónvarpinu hér að ofan.


Athugasemdir
banner