Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
   sun 16. maí 2021 07:00
Victor Pálsson
Suarez vill spila í Bandaríkjunum
Mynd: Getty Images
Luis Suarez er til í að reyna fyrir sér í Bandaríkjunum um leið og hann ákveður að yfirgefa Atletico Madrid.

Suarez var áður á mála hjá Barcelona en hann bjóst við að enda ferilinn þar áður en honum var í raun ýtt annað.

Suarez hefur spilað í ýmsum deildum á ferlinum en gæti endað á því að spila í MLS-deildinni.

„Fyrir tveimur árum hjá Barcelona hefði ég sagst vilja klára ferilinn þar en svo breytast hlutirnir," sagði Suarez.

„Nú er ég hér og er ánægður. Það kemur að því að maður þurfi að taka aðra ákvörðun. Það er ansi erfitt."

„Ég væri til í að upplifa það að spila í Bandaríkjunum en maður veit aldrei hvað gerist."
Athugasemdir
banner
banner
banner