Amorim með áhugaverða klásúlu - Man City sýnir Mainoo áhuga - Juve vill Silva - Liverpool gæti gert tilboð í Araujo
Venni: Ég get ekkert farið að sparka í ruslatunnur eða urðað yfir menn
Hemmi hafði ekki tíma í að einbeita sér að leiknum - „Það voru allir að biðja um skiptingu"
Liam Daði: Við stefnum á Laugardalsvöll og það er ekkert flókið
Karl Ágúst talar um hátt spennustig - „Allt undir á sunnudaginn"
Haraldur Freyr: Það er bara hálfleikur í þessu
Gunnar Heiðar um rauða spjald Diouck: Leiðinlegt að þurfa að fara í einhvern svona leik
Magnús Már: Það er gjörsamlega óásættanlegt
Viktor Jóns: Tók eftir því strax í vetur hvað býr í þessum gæja
Damir: Það er enginn skjálfti
Láki: Þetta réðst ekki hér
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
   mán 16. maí 2022 22:13
Arnar Laufdal Arnarsson
Arnar Gunnlaugs: Þetta var ekki 3-0 leikur
Búinn að loka fyrir töfluna
Búinn að loka fyrir töfluna
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Arnar Gunnlaugsson þjálfari Víkinga var bara nokkuð brattur þrátt fyrir 3-0 tap gegn Breiðablik í 6. umferð Bestu Deildar karla í kvöld.

"Mér reyndar frammistaðan að mörgu leiti góð í dag þetta var alls ekki 3-0 leikur fannst mér. Mér fannst við vera með tökin lungað af leiknum en svo fáum við bara tvö klaufamörk í andlitið alveg hræðileg mörk til að fá á sig og missum menn út af. Í stöðunni 2-0 urðum við bara að reyna eitthvað og reyna sækja markið og settu mjög gott þriðja mark á okkur en þetta var ekki 3-0 leikur ég held að allir geta verið sammála um það" Sagði Arnar í viðtali eftir leik.


Lestu um leikinn: Víkingur R. 0 -  3 Breiðablik

Nikolaj Hansen hefur verið rosalega týndur í tveimur síðustu leikjum Víkinga, Arnar sammála því?

"Já svo sannarlega það er bara ein ástæða fyrir því hann er bara ekki kominn í sitt besta stand, hann átti erfiðan vetur en það þýðir ekki að væla það við erum með fínt lið, fínan leikmannahóp en þegar það vantar Niko og Pablo og svo tekuru Sölva, Kára og Atla frá því í fyrra þá ertu búinn að missa fimm karaktera úr liðinu. Við þurfum bara að koma þessum mönnum í gott stand og nýta vel hvíldina sem við fáum í landsleikjahléinu til að ná mönnum í stand aftur en byrjunin á mótinu eru mikil vonbrigði"

Undirritaður talaði við Arnar eftir vítapsyrnuleikinn fræga gegn Leikni R. og spurði hvernig honum leist á að vera strax farinn að elta Breiðabliksliðið. Er bráðin búin að hlaupa of langt frá þeim?

"Eins og staðan er í dag já. Við erum ekkert að líta á töfluna, við verðum bara að loka á töfluna næstu 5 vikur og sjá til hvernig staðan verður orðin í júlí og taka bara einn leik í einu og vinna okkar leiki og taka stöðuna þá, við eigum eftir að spila örugglega tvisvar við Blikana, þrisvar við Val og KA en eins og staðan er í dag þá erum við ekkert að pæla í þessum efstu liðum"

Viðtalið má sjá í heild sinni hér fyrir ofan þar sem að Arnar talar um rauða spjald Kristals o.fl.


Athugasemdir
banner