Færist nær því að yfirgefa Man Utd - Barca ætlar að kaupa Rashford - Newcastle hefur áhuga á Ederson
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
   mán 16. maí 2022 22:13
Arnar Laufdal Arnarsson
Arnar Gunnlaugs: Þetta var ekki 3-0 leikur
Búinn að loka fyrir töfluna
Búinn að loka fyrir töfluna
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Arnar Gunnlaugsson þjálfari Víkinga var bara nokkuð brattur þrátt fyrir 3-0 tap gegn Breiðablik í 6. umferð Bestu Deildar karla í kvöld.

"Mér reyndar frammistaðan að mörgu leiti góð í dag þetta var alls ekki 3-0 leikur fannst mér. Mér fannst við vera með tökin lungað af leiknum en svo fáum við bara tvö klaufamörk í andlitið alveg hræðileg mörk til að fá á sig og missum menn út af. Í stöðunni 2-0 urðum við bara að reyna eitthvað og reyna sækja markið og settu mjög gott þriðja mark á okkur en þetta var ekki 3-0 leikur ég held að allir geta verið sammála um það" Sagði Arnar í viðtali eftir leik.


Lestu um leikinn: Víkingur R. 0 -  3 Breiðablik

Nikolaj Hansen hefur verið rosalega týndur í tveimur síðustu leikjum Víkinga, Arnar sammála því?

"Já svo sannarlega það er bara ein ástæða fyrir því hann er bara ekki kominn í sitt besta stand, hann átti erfiðan vetur en það þýðir ekki að væla það við erum með fínt lið, fínan leikmannahóp en þegar það vantar Niko og Pablo og svo tekuru Sölva, Kára og Atla frá því í fyrra þá ertu búinn að missa fimm karaktera úr liðinu. Við þurfum bara að koma þessum mönnum í gott stand og nýta vel hvíldina sem við fáum í landsleikjahléinu til að ná mönnum í stand aftur en byrjunin á mótinu eru mikil vonbrigði"

Undirritaður talaði við Arnar eftir vítapsyrnuleikinn fræga gegn Leikni R. og spurði hvernig honum leist á að vera strax farinn að elta Breiðabliksliðið. Er bráðin búin að hlaupa of langt frá þeim?

"Eins og staðan er í dag já. Við erum ekkert að líta á töfluna, við verðum bara að loka á töfluna næstu 5 vikur og sjá til hvernig staðan verður orðin í júlí og taka bara einn leik í einu og vinna okkar leiki og taka stöðuna þá, við eigum eftir að spila örugglega tvisvar við Blikana, þrisvar við Val og KA en eins og staðan er í dag þá erum við ekkert að pæla í þessum efstu liðum"

Viðtalið má sjá í heild sinni hér fyrir ofan þar sem að Arnar talar um rauða spjald Kristals o.fl.


Athugasemdir
banner
banner