Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mán 16. maí 2022 09:32
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Heimir byrjaður með sálfræðihernað? - Hrósaði Óskari fyrir breyttan leikstíl
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Viðtalið sem Gunnlaugur Jónsson á Stöð 2 Sport tók við Heimi Guðjónsson, þjálfara Vals, eftir leik liðsins gegn Stjörnunni í gær endaði á athyglisverðum nótum.

Valur hafði fengið á sig mark í uppbótartíma og tapað leiknum og Gulli spurði Heimi út í toppbaráttuna.

„Hvernig meturu toppbaráttuna Heimir, óttastu að ef Breiðablik sigrar gegn Víkingi að þeir hlaupi í burtu með þetta mót?" spurði Gulli.

„Nei, þetta er nú nýbyrjað - þetta eru 22 leikir og svo kemur úrslitakeppni. Ég hef engar áhyggjur af því en auðvitað líta Blikarnir ofboðslega vel út og hafa spilað virkilega vel."

„Það sem hefur gerst með Breiðablik er að Óskar [Hrafn Þorvaldsson] er held ég búinn að átta sig á því að hann er ekki að fara vinna með þennan fótbolta sem hann hefur spilað síðustu tvö ár og er farinn að beita mikið meira af lengri sendingum og vera þéttari til baka. Það er ávísun á góða hluti,"
sagði Heimir.

Viðtal hans við Fótbolta.net má sjá hér að neðan.

Breiðablik getur komist í átján stig með sigri gegn Víkingi í kvöld. Þá myndi liðið skilja Val fimm stigum á eftir sér þegar 21 umferð er eftir af mótinu.
Heimir Guðjóns: Aldrei lent í því áður að tveir meiðist í upphitun
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner