Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mán 16. maí 2022 13:30
Elvar Geir Magnússon
Ten Hag: Auðvitað vil ég halda Ronaldo
Mynd: EPA
Cristiano Ronaldo er sífellt í umræðunni, meðal annars eru skiptar skoðanir um áhrif hans á Manchester United og framtíð hans talin í óvissu.

En Erik ten Hag, sem tekur formlega við Manchester United í sumar, vill halda Ronaldo á næsta tímabili.

„Auðvitað vil ég halda Cristiano hjá Manchester United," segir Ten Hag.

„Ronaldo er risi í fótboltanum, vegna alls þess sem hann hefur sýnt okkur og hversu metnaðarfullur hann er."

Ronaldo, sem er 37 ára, er talinn einn besti fótboltamaður sögunnar. Hann hefur skorað 24 mörk í 39 leikjum fyrir United á þessu tímabili.


Athugasemdir
banner
banner