Joao Pedro í forgangi hjá Liverpool - Man Utd setur verðmiða á Rashford - Real Madrid missir vonina gagnvart Davies
Valdimar Þór: Smá einbeitingarleysi sem er stórhættulegt í þessari keppni
Glímir við sama vandamál og Guardiola - „Hvenær endar lærdómurinn?"
Ari Sigurpáls: Heiður að þeir hafi áhuga
Sjáðu mörkin úr Bose mótinu um helgina - Eiður byrjaði vel hjá KR
Axel Óskar kominn heim: Núna spilar maður með hjartanu
Jökull: Upplifði einhverja ást hér sem ég hef ekki upplifað áður
Þórður Gunnar: Leist best á Aftureldingu
Oliver með fiðring: Báðir bræður mínir spiluðu hér
„Einu leikmennirnir sem við höfum farið í viðræður við“
Segir Breiðablik vera alltof spennandi - „Virkilega margir sem skildu mig"
Arnar Pálmi: Aldrei upplifað annað eins
Sá leikjahæsti framlengdi við Völsung - „Ákvað að hætta því leikriti núna"
Alli Jói: Eins stórt og það gerist fyrir Völsung
Elfar Árni: Ekki hægt að segja nei þegar hann sagði mér að drulla mér heim
Var með nokkur tilboð en fannst FH langmest spennandi
Hoppaði í sófanum þegar lausn fannst - „Atvinnumennska að koma í Breiðablik"
Aftur upp í Bestu deildina - „Í sjálfu sér seldur eftir þann fund"
Valgeir vonar að fólk skilji sig - „Hef heyrt sögur úr Kórnum"
Spenntur fyrir næsta skrefi - „Einn besti markvarðarþjálfari sem þú finnur á Íslandi"
Heimspekingur, kennari og nú þjálfari - „Þetta eru tímamót"
banner
   mið 16. júní 2021 20:52
Anton Freyr Jónsson
Hallgrímur Jónasar: Hann er að springa út núna
Hallgrímur Jónasson, aðstoðarþjálfari KA.
Hallgrímur Jónasson, aðstoðarþjálfari KA.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég var bara mjög ánægður með leikinn, spiluðum flottan leik og skorum tvö mörk og ég held að við höfum átt fjögur bestu færi leiksins fyrir utan mörkin og við rosalega ánægðir með það," voru fyrstu viðbrögð Hallgríms Jónassonar aðstoðarþjálfara KA eftir sigurinn á Skaganum fyrr í kvöld

Lestu um leikinn: ÍA 0 -  2 KA

Ásgeir Sigurgeirsson skoraði mark í kvöld og hefur verið sterkur fyrir KA menn það sem af er móti en hann hefur verið að glíma við erfið meiðsli undanfarin ár.

„Það er mjög sterkt. Hann var virkilega góður í dag, hann skorar og leggur upp þrjú dauðafæri sem við því miður klúðrum. Hann er kominn á flottan stað eftir erfið meiðsli svo erum við að fá Elfar Árna líka, hann er koma inn á í leikjum og við erum bara rosalega sáttir með stöðuna."

Brynjar Ingi Bjarnason hefur fengið verðskuldaða athygli en hann var frábær í síðasta landsleikjaglugga. Klárar Brynjar tímabilið með KA?

„Ég get ekki svarað því en hann er búin að standa sig gríðarlega vel, hann er búin að vaxa mikið núna síðasta eina og hálfa árið, er búin að bæta leik sinn mikið og er að springa út núna þannig já það er áhugi en ég veit ekki nákvæmlega hvernig staðan er á því."

KA menn sitja í þriðja sæti deildarinnar með leik til góða á Víking og Val. Eru KA menn að horfa á Evrópusæti eða jafnvel lengra en það.

„Eins og staðan er núna þá erum við ofarlega og það er búið að ganga vel, eins og ég sagði í öðru viðtali þá er það þannig í fótbolta að ef maður fer að slaka á, þá eru hlutirnir fljótir að breytast. Við erum með gott lið og fína breidd og erum að fá marga til baka að úr meiðslum. Við teljum okkur vera það góða að geta barist um toppsætið."

Viðtalið í heild sinni má sjá í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner