Arsenal ræðir við Palace um Eze - Mateta hitti Liverpool - McAtee skoðar aðstæður í Frankfurt
Árni Marínó: Einhver örvænting þessir boltar hjá þeim
Lárus Orri: Förum ekki á útivöll og óskum eftir því að fá svart gúmmí í gervigrasið
Áhyggjulaus þrátt fyrir tvö töp í röð - „Skagamenn verða að eiga það við sjálfa sig“
Alex Freyr: Viljum enda í topp 6
Jökull: Vorum hægir og fyrirsjáanlegir
Spenntur fyrir nýjum leikmanni sem verður kynntur á morgun
Höskuldur: Verður allt annar leikur hér á Kópavogsvelli
„Búnir að fá æfingu í því í 11 leikjum af 14"
Skoraði sitt fyrsta mark á ferlinum með skoti fyrir aftan miðju
Siggi Hall: Þeir brotnuðu og við gengum á lagið
Haddi eftir 5-0 tap: Svekktir fyrsta klukkutímann á leiðinni heim
Björn Daníel skaut á „gömlu kallana“ í Stúkunni - „Aldrei spilað á svona góðu grasi“
Kjartan Henry: Hlakka til að horfa á leikinn aftur
Gústi Gylfa: Eins og Þorgrímur Þráins sagði, varnarleikur vinnur leiki
„Örugglega það besta sem ég hef séð frá honum síðan ég kom"
Rúnar: Ætlum ekki að fara grenja yfir því að hafa tapað
Partí á Ísafirði í kvöld - „Vonandi sletta þeir aðeins úr klaufunum"
Alli Jói: Pabbi hringdi í mig og skammaði mig eftir leik
Fyrsta tap ÍR: „Helvíti gróft ef að eitt tap í tólf leikjum sitji þungt í mönnum"
Hemmi fékk góða afmælisgjöf: „Hún gat ekki verið betri"
   mið 16. júní 2021 20:52
Anton Freyr Jónsson
Hallgrímur Jónasar: Hann er að springa út núna
Hallgrímur Jónasson, aðstoðarþjálfari KA.
Hallgrímur Jónasson, aðstoðarþjálfari KA.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég var bara mjög ánægður með leikinn, spiluðum flottan leik og skorum tvö mörk og ég held að við höfum átt fjögur bestu færi leiksins fyrir utan mörkin og við rosalega ánægðir með það," voru fyrstu viðbrögð Hallgríms Jónassonar aðstoðarþjálfara KA eftir sigurinn á Skaganum fyrr í kvöld

Lestu um leikinn: ÍA 0 -  2 KA

Ásgeir Sigurgeirsson skoraði mark í kvöld og hefur verið sterkur fyrir KA menn það sem af er móti en hann hefur verið að glíma við erfið meiðsli undanfarin ár.

„Það er mjög sterkt. Hann var virkilega góður í dag, hann skorar og leggur upp þrjú dauðafæri sem við því miður klúðrum. Hann er kominn á flottan stað eftir erfið meiðsli svo erum við að fá Elfar Árna líka, hann er koma inn á í leikjum og við erum bara rosalega sáttir með stöðuna."

Brynjar Ingi Bjarnason hefur fengið verðskuldaða athygli en hann var frábær í síðasta landsleikjaglugga. Klárar Brynjar tímabilið með KA?

„Ég get ekki svarað því en hann er búin að standa sig gríðarlega vel, hann er búin að vaxa mikið núna síðasta eina og hálfa árið, er búin að bæta leik sinn mikið og er að springa út núna þannig já það er áhugi en ég veit ekki nákvæmlega hvernig staðan er á því."

KA menn sitja í þriðja sæti deildarinnar með leik til góða á Víking og Val. Eru KA menn að horfa á Evrópusæti eða jafnvel lengra en það.

„Eins og staðan er núna þá erum við ofarlega og það er búið að ganga vel, eins og ég sagði í öðru viðtali þá er það þannig í fótbolta að ef maður fer að slaka á, þá eru hlutirnir fljótir að breytast. Við erum með gott lið og fína breidd og erum að fá marga til baka að úr meiðslum. Við teljum okkur vera það góða að geta barist um toppsætið."

Viðtalið í heild sinni má sjá í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir
banner