Amorim með áhugaverða klásúlu - Man City sýnir Mainoo áhuga - Juve vill Silva - Liverpool gæti gert tilboð í Araujo
Venni: Get ekkert farið að sparka í ruslatunnur eða urðað yfir menn
Hemmi hafði ekki tíma í að einbeita sér að leiknum - „Það voru allir að biðja um skiptingu"
Liam Daði: Við stefnum á Laugardalsvöll og það er ekkert flókið
Karl Ágúst talar um hátt spennustig - „Allt undir á sunnudaginn"
Haraldur Freyr: Það er bara hálfleikur í þessu
Gunnar Heiðar um rauða spjald Diouck: Leiðinlegt að þurfa að fara í einhvern svona leik
Magnús Már: Það er gjörsamlega óásættanlegt
Viktor Jóns: Tók eftir því strax í vetur hvað býr í þessum gæja
Damir: Það er enginn skjálfti
Láki: Þetta réðst ekki hér
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
   mið 16. júní 2021 20:52
Anton Freyr Jónsson
Hallgrímur Jónasar: Hann er að springa út núna
Hallgrímur Jónasson, aðstoðarþjálfari KA.
Hallgrímur Jónasson, aðstoðarþjálfari KA.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég var bara mjög ánægður með leikinn, spiluðum flottan leik og skorum tvö mörk og ég held að við höfum átt fjögur bestu færi leiksins fyrir utan mörkin og við rosalega ánægðir með það," voru fyrstu viðbrögð Hallgríms Jónassonar aðstoðarþjálfara KA eftir sigurinn á Skaganum fyrr í kvöld

Lestu um leikinn: ÍA 0 -  2 KA

Ásgeir Sigurgeirsson skoraði mark í kvöld og hefur verið sterkur fyrir KA menn það sem af er móti en hann hefur verið að glíma við erfið meiðsli undanfarin ár.

„Það er mjög sterkt. Hann var virkilega góður í dag, hann skorar og leggur upp þrjú dauðafæri sem við því miður klúðrum. Hann er kominn á flottan stað eftir erfið meiðsli svo erum við að fá Elfar Árna líka, hann er koma inn á í leikjum og við erum bara rosalega sáttir með stöðuna."

Brynjar Ingi Bjarnason hefur fengið verðskuldaða athygli en hann var frábær í síðasta landsleikjaglugga. Klárar Brynjar tímabilið með KA?

„Ég get ekki svarað því en hann er búin að standa sig gríðarlega vel, hann er búin að vaxa mikið núna síðasta eina og hálfa árið, er búin að bæta leik sinn mikið og er að springa út núna þannig já það er áhugi en ég veit ekki nákvæmlega hvernig staðan er á því."

KA menn sitja í þriðja sæti deildarinnar með leik til góða á Víking og Val. Eru KA menn að horfa á Evrópusæti eða jafnvel lengra en það.

„Eins og staðan er núna þá erum við ofarlega og það er búið að ganga vel, eins og ég sagði í öðru viðtali þá er það þannig í fótbolta að ef maður fer að slaka á, þá eru hlutirnir fljótir að breytast. Við erum með gott lið og fína breidd og erum að fá marga til baka að úr meiðslum. Við teljum okkur vera það góða að geta barist um toppsætið."

Viðtalið í heild sinni má sjá í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir
banner