Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 16. júní 2021 10:41
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Kwame og félagar komust í Afríkukeppnina
Kwame í leik með Víkingi
Kwame í leik með Víkingi
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Síerra Leóne tryggði sér sæti í lokakeppni Afríkukeppninnar með því að vinna leik sinn gegn Benín í gær.

Kwame Quee, leikmaður Víkings Reykjavíkur, spilaði allan leikinn í sigrinum en hann lék ekki með Víkingi gegn FH á laugardag vegna landsliðsverkefnisins.

Kei Kamara skoraði eina mark leiksins úr vítaspyrnu á 19. mínútu úr vítaspyrnu.

Síerra Leóne endaði með sjö stig úr sex leikjum í undanrriðlinum með jafnmörg stig og einmitt Benín og fer áfram með betri markatölu.

Lokakeppnin fer fram í upphafi næsta árs, hefst í janúar og lýkur í febrúar.
Athugasemdir
banner
banner
banner