Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mið 16. júní 2021 13:39
Ívan Guðjón Baldursson
Rodrigo De Paul fer til Atletico
Mynd: Getty Images
Argentínski miðjumaðurinn Rodrigo De Paul er að ganga til liðs við Spánarmeistara Atletico Madrid eftir fimm ár hjá Udinese á Ítalíu.

Hinn 27 ára gamli De Paul hefur verið eftirsóttur af stórliðum víðs vegar um Evrópu undanfarin ár og hefur verið fastamaður í byrjunarliði argentínska landsliðsins síðan 2018.

Atletico Madrid greiðir 35 milljónir evra fyrir miðjumanninn en Saúl er á leið frá félaginu. De Paul fyllir í skarð Saúl sem hefur verið orðaður við félög á borð við Juventus, Paris Saint-Germain og Manchester United.

De Paul er að skrifa undir fimm ára samning við Atletico og verður áhugavert að fylgjast með honum í spænska boltanum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner