Newcastle undirbýr nýtt tilboð í Calvert-Lewin - Napoli hefur enn áhuga á Lukaku - Balotelli til Corinthians?
   sun 16. júní 2024 11:36
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Keane: Alexander-Arnold ekki klár í að spila á miðjunni
Mynd: Getty Images

Roy Keane hefur áhyggjur af Trent Alexander-Arnold á miðjunni hjá enska landsliðinu á EM.


England mætir Serbíu í sínum fyrsta leik á EM í Þýskalandi í kvöld en það má búast við því að Alexander-Arnold verði á miðjunni ásamt Declan Rice og Jude Bellingham.

„England er með frábæra einstaklinga, fjóra eða fimm leikmenn sem labba inn í hvaða lið sem er á mótinu. En þetta snýst um að ná jafnvæginu rétt," sagði Keane á ITV Sports.

„Maður er með leikmenn sem geta unnið leiki upp á sínar eigin spýtur, vandamálið er að verjast gegn betri liðum. Þetta verður í lagi, Trent verður í lagi en stærri lið munu herja á hann. Þau munu rífa hann ísigef hann spilar gegn einu af stóru liðunum á miðjunni. Hann verður ekki klár í það."


Athugasemdir
banner
banner
banner