Hlusta á tilboð í Mateta næsta sumar - Mainoo efstur á óskalista Napoli - Ungur Þjóðverji á blaði hjá Liverpool og Man Utd
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
Ágúst Orri: Hann fer nánast á rassgatið
Óli Skúla: Sýndi að hann er frábær leikmaður
Ólafur Ingi: Draumastaða er bara þrjú stig
Sviptu hulunni af Loga Ólafs sem sagði af sér um leið
Höskuldur: Ég er mikill unnandi Loga sem persónu og leikmanns
Árni Guðna: Aldrei spurning þegar kallið kom héðan
Jói Kalli: Langaði ekki að vera lengur einn úti
Alex Freyr: Tók eitt símtal frá Davíð Smára
Sá fyrir sér að spila allan ferilinn með Völsungi en fetar í spor föður síns
Útskýrir af hverju hann er orðinn þjálfari Sindra: Ákvað að hætta í janúar
„Vissi að það yrði erfitt að kveðja en varð mun erfiðara en ég átti von á"
29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
banner
   þri 16. júlí 2019 23:21
Sævar Ólafsson
Sigurður Heiðar: Hrikalega krúsjal hjá okkur
Gerðum nóg í dag
Sigurður Heiðar þjálfari Leiknis
Sigurður Heiðar þjálfari Leiknis
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sigurður Heiðar Höskuldsson þjálfari Leiknis var vitanlega léttur, ljúfur og kátur í leikslok á Leiknisvelli eftir hreint út sagt stórskemmtilegan fótboltaleik.
“Þetta var svakalegur leikur, eins og svo margir hjá okkur í sumar en þetta var mjög kærkomið að klára þetta“.

Lestu um leikinn: Leiknir R. 3 -  2 Afturelding

Leiknismenn voru í forrystu þegar tvær mínútur voru eftir af fyrri hálfleik þegar Afturelding jafnaði metinn úr vítaspyrnu og gengu því liðin hnífjöfn inn til búningsherbergja.

“Þetta var rólegur hálfleikur. Mér fannst við vera að gera hlutina rétt, það vantaði aðeins upp á tempóið varnarlega og mér fannst bara þrír til fjórir af mikilvægum mönnum hjá okkur vera aðeins undir pari í fyrri hálfleik og ýtti aðeins á þá að nú þyrftum við að stíga upp og vera sá sem tekur af skarið og klárar þetta fyrir okkur og stígur upp og taka ábyrgð“.

“Mér fannst það bara strax ganga eftir og þeir voru helvíti góðir í seinni hálfleik, þannig að ég held það hafi bara ágætis hálfleikur“.
“Þetta var hrikalega krúsjal hjá okkur að fara að nálgast toppinn aftur og aðeins gera atlögu að því að færast ofar í töfluna. Áframhald frá því í síðasta leik er að við klúðrum alveg svakalega mörgum færum hérna í dag en en gerðum nóg. En framhaldið núna er að við ætlum að reyna að tengja fleiri sigra saman og stefnum upp á við“.

Leiknisliðinu hefur skort stöðugleika ef úrslit eru skoðuð frá því að mót hófst og er stefnan sett upp töfluna og að rjúfa það mynstur samkvæmt Sigurði Heiðari þjálfara. Staðan er sú sama að liðið er sex stigum frá Gróttu sem sitja í öðru sæti deildarinnar

“Magni úti á laugardaginn og við þurfum bara að tjasla okkur saman og mæta dýrvitlausir norður – þeir eru búnir að vinna núna tvo í röð þannig að það verður hörkuleikur“.

Viðtalið í heild sinni má nálgast spilaranum hér að ofan

Athugasemdir
banner
banner