Garnacho vill ekki til Arabíu - Bayern gæti reynt við Trossard - Ferguson hefur gert munnlegt samkomulag við Roma
Höskuldur: Verður allt annar leikur hér á Kópavogsvelli
„Búnir að fá æfingu í því í 11 leikjum af 14"
Skoraði sitt fyrsta mark á ferlinum með skoti fyrir aftan miðju
Siggi Hall: Þeir brotnuðu og við gengum á lagið
Haddi eftir 5-0 tap: Svekktir fyrsta klukkutímann á leiðinni heim
Björn Daníel skaut á „gömlu kallana“ í Stúkunni - „Aldrei spilað á svona góðu grasi“
Kjartan Henry: Hlakka til að horfa á leikinn aftur
Gústi Gylfa: Eins og Þorgrímur Þráins sagði, varnarleikur vinnur leiki
„Örugglega það besta sem ég hef séð frá honum síðan ég kom"
Rúnar: Ætlum ekki að fara grenja yfir því að hafa tapað
Partí á Ísafirði í kvöld - „Vonandi sletta þeir aðeins úr klaufunum"
Alli Jói: Pabbi hringdi í mig og skammaði mig eftir leik
Fyrsta tap ÍR: „Helvíti gróft ef að eitt tap í tólf leikjum sitji þungt í mönnum"
Hemmi fékk góða afmælisgjöf: „Hún gat ekki verið betri"
Reynir Freyr: Gefur okkur mikið að fá Jón Daða
Gunnar Guðmunds: Við erum búnir að fá okkur alltof mörg mörk úr föstum leikatriðum
Árni Freyr: Andleysi leikmanna í hámarki
Jakob Gunnar spilaði sinn síðasta leik fyrir Þróttara: Vildi spila meira
Ingi Rafn: Fyrri hálfleikurinn skóp þennan sigur
Mark tekið af Keflavík vegna rangstöðu: „Bara óskiljanlegt"
   þri 16. júlí 2019 23:21
Sævar Ólafsson
Sigurður Heiðar: Hrikalega krúsjal hjá okkur
Gerðum nóg í dag
Sigurður Heiðar þjálfari Leiknis
Sigurður Heiðar þjálfari Leiknis
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sigurður Heiðar Höskuldsson þjálfari Leiknis var vitanlega léttur, ljúfur og kátur í leikslok á Leiknisvelli eftir hreint út sagt stórskemmtilegan fótboltaleik.
“Þetta var svakalegur leikur, eins og svo margir hjá okkur í sumar en þetta var mjög kærkomið að klára þetta“.

Lestu um leikinn: Leiknir R. 3 -  2 Afturelding

Leiknismenn voru í forrystu þegar tvær mínútur voru eftir af fyrri hálfleik þegar Afturelding jafnaði metinn úr vítaspyrnu og gengu því liðin hnífjöfn inn til búningsherbergja.

“Þetta var rólegur hálfleikur. Mér fannst við vera að gera hlutina rétt, það vantaði aðeins upp á tempóið varnarlega og mér fannst bara þrír til fjórir af mikilvægum mönnum hjá okkur vera aðeins undir pari í fyrri hálfleik og ýtti aðeins á þá að nú þyrftum við að stíga upp og vera sá sem tekur af skarið og klárar þetta fyrir okkur og stígur upp og taka ábyrgð“.

“Mér fannst það bara strax ganga eftir og þeir voru helvíti góðir í seinni hálfleik, þannig að ég held það hafi bara ágætis hálfleikur“.
“Þetta var hrikalega krúsjal hjá okkur að fara að nálgast toppinn aftur og aðeins gera atlögu að því að færast ofar í töfluna. Áframhald frá því í síðasta leik er að við klúðrum alveg svakalega mörgum færum hérna í dag en en gerðum nóg. En framhaldið núna er að við ætlum að reyna að tengja fleiri sigra saman og stefnum upp á við“.

Leiknisliðinu hefur skort stöðugleika ef úrslit eru skoðuð frá því að mót hófst og er stefnan sett upp töfluna og að rjúfa það mynstur samkvæmt Sigurði Heiðari þjálfara. Staðan er sú sama að liðið er sex stigum frá Gróttu sem sitja í öðru sæti deildarinnar

“Magni úti á laugardaginn og við þurfum bara að tjasla okkur saman og mæta dýrvitlausir norður – þeir eru búnir að vinna núna tvo í röð þannig að það verður hörkuleikur“.

Viðtalið í heild sinni má nálgast spilaranum hér að ofan

Athugasemdir
banner
banner