Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   fim 16. júlí 2020 07:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Klopp talar um mannleg mistök og pirrandi en skiljanlegan varnarleik
Mynd: Getty Images
„Við spiluðum vel og við sjáum af hverju við erum á þeim stað sem við erum. Við erum vanir því að spila fótbolta með nánast ómannlegri einbeitingu. Í dag gerðum við mannleg mistök sem eru leiðinleg en koma ekki á óvart. Þau geta átt sér stað hvenær sem er og þau komu í kvöld," sagði Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, eftir 2-1 tap gegn Arsenal á útivelli í gærkvöldi.

Virgil van Dijk og Alisson gerðu sig seka um mistök sem kostuðu mörk í kjölfarið á því að Sadio Mane hafði komið gestunum yfir.

„Við munum læra af þessum mistökum. Við munum ekki segja að þetta sé ekki okkur að kenna eða eitthvað slíkt, það er klárt og skýrt. En að öðru þá man ég ekki eftir því að hafa spilað gegn Arsenal og átt 24 skot gegn þremur frá þeim. Venjulega eru mörg mörk í þessum leikjum en í kvöld voru þau bara þrjú. Við höfum aldrei haft jafnmikla yfirburði og ég er ánægður með það."

„Við fegum ekki þau úrslit sem við vildum og við erum mjög gagnrýnir á eigin frammistöðu. Það er pínuleitið þreytt að vera að elta leikinn og þeir henda öllu á móti manni varnarlega. Það er pirrandi en auðvitað skiljanlegt. Það er þægilegra að leiða 1-0 og skora annað markið því þá vita andstæðingarnir ekki alveg hvað þarf að gera. Í kvöld vissu þeir að þeir þurftu að verja forskotið með öllu sem var í boði. Þeir gerðu það og áttu stigin skilin."

„Ég er ánægður með spilamennskuna því það tekur mörg ár að ná upp svona spilamennsku. Við vildum úrslit en náðum þeim ekki. Í kvöld gerðum við illa í tvemur stöðum en við verðum að sætta okkur við það og læra af því,"
sagði Klopp eftir leikinn í gær.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 34 24 5 5 82 26 +56 77
2 Liverpool 34 22 8 4 75 34 +41 74
3 Man City 32 22 7 3 76 32 +44 73
4 Aston Villa 34 20 6 8 71 50 +21 66
5 Tottenham 32 18 6 8 65 49 +16 60
6 Man Utd 33 16 5 12 51 50 +1 53
7 Newcastle 33 15 5 13 69 54 +15 50
8 West Ham 34 13 9 12 54 63 -9 48
9 Chelsea 32 13 8 11 61 57 +4 47
10 Bournemouth 34 12 9 13 49 60 -11 45
11 Brighton 32 11 11 10 52 50 +2 44
12 Wolves 34 12 7 15 46 54 -8 43
13 Fulham 34 12 6 16 50 54 -4 42
14 Crystal Palace 34 10 9 15 44 56 -12 39
15 Brentford 34 9 8 17 52 59 -7 35
16 Everton 34 11 8 15 36 48 -12 33
17 Nott. Forest 34 7 9 18 42 60 -18 26
18 Luton 34 6 7 21 47 75 -28 25
19 Burnley 34 5 8 21 37 69 -32 23
20 Sheffield Utd 34 3 7 24 33 92 -59 16
Athugasemdir
banner
banner
banner