Davíð Smári Lamude þjálfari Vestra heldur áfram að sanka að sér spjöldum í Bestu deildinni og hefur nú verið úrskurðaður í sitt annað leikbann vegna uppsafnaðra áminninga. Hann er kominn með sjö gul spjöld og verður ekki á hliðarlínunni þegar Vestri heimsækir HK í Kórinn á laugardaginn.
Þá verður Vestri án miðjumannsins Fatai Gbadamosi sem fékk rautt spjald í tapleiknum gegn KA síðasta laugardag.
Aganefnd KSÍ kom saman í dag eins og venjulega á þriðjudögum en alls voru sjö leikmenn úr Bestu deildinni úrskurðaðir í bann.
Þar á meðal eru þrír leikmenn KA. Rodri, Daníel Hafsteinsson og Bjarni Aðalsteinsson verða allir í banni vegna uppsafnaðra áminninga þegar KA fær Víking í heimsókn á laugardag.
Þá verður Vestri án miðjumannsins Fatai Gbadamosi sem fékk rautt spjald í tapleiknum gegn KA síðasta laugardag.
Aganefnd KSÍ kom saman í dag eins og venjulega á þriðjudögum en alls voru sjö leikmenn úr Bestu deildinni úrskurðaðir í bann.
Þar á meðal eru þrír leikmenn KA. Rodri, Daníel Hafsteinsson og Bjarni Aðalsteinsson verða allir í banni vegna uppsafnaðra áminninga þegar KA fær Víking í heimsókn á laugardag.
Atli Sigurjónsson leikmaður KR verður í banni vegna uppsafnaðra áminninga þegar Vesturbæjarliðið heimsækir Breiðablik á sunnudag. KR-ingar verða einnig án Alex Þórs Haukssonar sem fékk rautt í tapleik gegn Fram í síðustu umferð.
Framarinn Tryggvi Snær Geirsson fékk einnig rautt í þeim leik og spilar því ekki gegn Val á sunnudag.
Í Lengjudeildinni hafa Sigurjón Rúnarsson í Grindavík, Jordian Farahani í ÍR og Alex Freyr Hilmarsson í ÍBV verið úrskurðaðir í bann vegna uppsafnaðra áminninga og spila ekki í komandi umferð.
Stöðutaflan

L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |
Stöðutaflan

L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |
Athugasemdir