Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fös 16. ágúst 2019 12:30
Magnús Már Einarsson
Hörður Árna ekki með HK - Í brúðkaupi hjá bróður sínum
Hörður Árnason.
Hörður Árnason.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hörður Árnason, vinstri bakvörður HK, verður fjarri góðu gamni þegar liðið mætir Grindavík í Pepsi Max-deildinni á sunnudag.

Hörður er á leið erlendis í brúðkaup hjá bróður sínum en þetta kemur fram í Dr. Football.

Hjörvar Hafliðason, þáttastjórnandi Dr. Football, segir að Hörður hafi látið HK vita af þessu fyrir tímabilið.

„Ef ég væri stuðningmaður HK eða styrktaraðili liðsins og myndi vita að lykilmaður liðsins væri á leiðinni erlendis þegar Evrópa er handan við hornið þá myndi ég sennilega skalla viðkomandi þegar ég hitti hann næst," sagði Kristján Óli Sigurðsson í Dr. Football.

Hörður hætti hjá Stjörnunni í fyrravor og var kominn í frí frá fótbolta áður en hann tók upp þráðinn með uppeldisfélagi sínu HK um mitt sumar.

Í sumar hefur Hörður spilað alla sextán leiki HK í Pepsi Max-deildinni en liðið hefur verið á miklu flugi að undanförnu og situr í dag í 4. sæti deildarinnar.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner