Man Utd og Newcastle fylgjast náið með Anderson - Barcelona leiðir kapphlaupið um Greenwood
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
Luke Rae um hasarinn: Það var ekkert alvarlegt
Eiði Aroni fannst liðið gefast upp - „Ekki sjón að sjá okkur eftir bikartitilinn"
Tilfinningarnar báru Hrannar ofurliði
Óskar Hrafn: Skrifað í skýin að við fengjum þetta verkefni til að leysa
Björn Daníel leggur skóna á hilluna: Blóðið orðið svart og hvítt
Rúnar: Það mun vera í sögubókunum
Maggi: Opinn fyrir því að halda áfram
   mið 16. september 2020 19:05
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Moli: 40 vindstig úti og erfitt að boltinn sé alveg grafkyrr
Lengjudeildin
Kristján Sigurólason, Moli.
Kristján Sigurólason, Moli.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Mjög ánægður, þetta var barningsleikur," sagði Kristján Sigurólason, aðstoðarþjálfari Þórs, eftir heimasigur gegn Ólafsvíkingum. Myndatökumaður hefur átt betri daga á vélinni en hljóðið ætti að vera í toppmálum.

Lestu um leikinn: Þór 1 -  0 Víkingur Ó.

Það var öflug sunnanátt á Þórsvellinum og Ólafsvíkingar byrjuðu með vindi í fyrri hálfleik. Var Moli sáttur með að staðan var markalaus í leikhléi?

„Já, þetta snerist svolítið um að þrauka fyrri hálfleikinn - það var handritið og herja svo á þá í seinni."

Ólsarar voru ósáttir með að mark Þórsara hafi fengið að standa. Boltinn var klárlega á hreyfingu þegar Ólafur Aron Pétursson lét vaða úr aukaspyrnu rétt inn á vallarhelming gestanna.

„Ég sá það ekki nógu vel, þeir vildu meina að boltinn var á ferð. Aftur komum við að því að það eru 40 vindstig úti og erfitt að boltinn sé alveg grafkyrr."

„Við ætluðum að skjóta og skjóta og skjóta í seinni og það gekk. Mér fannst bæta í vindinn síðustu 20 mínúturnar. Það var allt farið að fjúka."


Moli var næst spurður út meiðslastöðu fjögurra leikmanna en þeir Emanuel Nikpalj, Orri Sigurjónsson, Sigurður Marínó Kristjánsson og Jakob Franz Pálsson léku ekki með Þór í dag. Að lokum var Moli spurður út framhaldið og svör hans má heyra í spilaranum hér efst í fréttinni.
Athugasemdir
banner
banner