Næstu þrír leikir ráða framtíð Amorim - Glasner, Southgate, Silva og Iraola orðaðir við Man Utd - Liverpool horfir til Araujo
Gunnar Heiðar um rauða spjald Diouck „leiðinlegt að þurfa að fara í einhvern svona leik"
Magnús Már: Það er gjörsamlega óásættanlegt
Viktor Jóns: Tók eftir því strax í vetur hvað býr í þessum gæja
Damir: Það er enginn skjálfti
Láki: Þetta réðst ekki hér
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
Bjarni Guðjón: Það er gaman að vera Þórsari í dag
„Fullyrði að ekki nokkur leikmaður hefur bætt sig jafn mikið eftir þrítugt"
Rúnar: Þá tekur þú ekki besta leikmanninn í liðinu útaf
Hallgrímur Mar: Getum engum öðrum en sjálfum okkur um kennt
Heimir: Þeir voru að svæfa leikinn og komust upp með það
   mið 16. september 2020 19:05
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Moli: 40 vindstig úti og erfitt að boltinn sé alveg grafkyrr
Lengjudeildin
Kristján Sigurólason, Moli.
Kristján Sigurólason, Moli.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Mjög ánægður, þetta var barningsleikur," sagði Kristján Sigurólason, aðstoðarþjálfari Þórs, eftir heimasigur gegn Ólafsvíkingum. Myndatökumaður hefur átt betri daga á vélinni en hljóðið ætti að vera í toppmálum.

Lestu um leikinn: Þór 1 -  0 Víkingur Ó.

Það var öflug sunnanátt á Þórsvellinum og Ólafsvíkingar byrjuðu með vindi í fyrri hálfleik. Var Moli sáttur með að staðan var markalaus í leikhléi?

„Já, þetta snerist svolítið um að þrauka fyrri hálfleikinn - það var handritið og herja svo á þá í seinni."

Ólsarar voru ósáttir með að mark Þórsara hafi fengið að standa. Boltinn var klárlega á hreyfingu þegar Ólafur Aron Pétursson lét vaða úr aukaspyrnu rétt inn á vallarhelming gestanna.

„Ég sá það ekki nógu vel, þeir vildu meina að boltinn var á ferð. Aftur komum við að því að það eru 40 vindstig úti og erfitt að boltinn sé alveg grafkyrr."

„Við ætluðum að skjóta og skjóta og skjóta í seinni og það gekk. Mér fannst bæta í vindinn síðustu 20 mínúturnar. Það var allt farið að fjúka."


Moli var næst spurður út meiðslastöðu fjögurra leikmanna en þeir Emanuel Nikpalj, Orri Sigurjónsson, Sigurður Marínó Kristjánsson og Jakob Franz Pálsson léku ekki með Þór í dag. Að lokum var Moli spurður út framhaldið og svör hans má heyra í spilaranum hér efst í fréttinni.
Athugasemdir
banner
banner