Garnacho vill ekki til Arabíu - Bayern gæti reynt við Trossard - Ferguson hefur gert munnlegt samkomulag við Roma
Árni Marínó: Einhver örvænting þessir boltar hjá þeim
Lárus Orri: Förum ekki á útivöll og óskum eftir því að fá svart gúmmí í gervigrasið
Áhyggjulaus þrátt fyrir tvö töp í röð - „Skagamenn verða að eiga það við sjálfa sig“
Alex Freyr: Viljum enda í topp 6
Jökull: Vorum hægir og fyrirsjáanlegir
Spenntur fyrir nýjum leikmanni sem verður kynntur á morgun
Höskuldur: Verður allt annar leikur hér á Kópavogsvelli
„Búnir að fá æfingu í því í 11 leikjum af 14"
Skoraði sitt fyrsta mark á ferlinum með skoti fyrir aftan miðju
Siggi Hall: Þeir brotnuðu og við gengum á lagið
Haddi eftir 5-0 tap: Svekktir fyrsta klukkutímann á leiðinni heim
Björn Daníel skaut á „gömlu kallana“ í Stúkunni - „Aldrei spilað á svona góðu grasi“
Kjartan Henry: Hlakka til að horfa á leikinn aftur
Gústi Gylfa: Eins og Þorgrímur Þráins sagði, varnarleikur vinnur leiki
„Örugglega það besta sem ég hef séð frá honum síðan ég kom"
Rúnar: Ætlum ekki að fara grenja yfir því að hafa tapað
Partí á Ísafirði í kvöld - „Vonandi sletta þeir aðeins úr klaufunum"
Alli Jói: Pabbi hringdi í mig og skammaði mig eftir leik
Fyrsta tap ÍR: „Helvíti gróft ef að eitt tap í tólf leikjum sitji þungt í mönnum"
Hemmi fékk góða afmælisgjöf: „Hún gat ekki verið betri"
   mið 16. september 2020 19:05
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Moli: 40 vindstig úti og erfitt að boltinn sé alveg grafkyrr
Lengjudeildin
Kristján Sigurólason, Moli.
Kristján Sigurólason, Moli.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Mjög ánægður, þetta var barningsleikur," sagði Kristján Sigurólason, aðstoðarþjálfari Þórs, eftir heimasigur gegn Ólafsvíkingum. Myndatökumaður hefur átt betri daga á vélinni en hljóðið ætti að vera í toppmálum.

Lestu um leikinn: Þór 1 -  0 Víkingur Ó.

Það var öflug sunnanátt á Þórsvellinum og Ólafsvíkingar byrjuðu með vindi í fyrri hálfleik. Var Moli sáttur með að staðan var markalaus í leikhléi?

„Já, þetta snerist svolítið um að þrauka fyrri hálfleikinn - það var handritið og herja svo á þá í seinni."

Ólsarar voru ósáttir með að mark Þórsara hafi fengið að standa. Boltinn var klárlega á hreyfingu þegar Ólafur Aron Pétursson lét vaða úr aukaspyrnu rétt inn á vallarhelming gestanna.

„Ég sá það ekki nógu vel, þeir vildu meina að boltinn var á ferð. Aftur komum við að því að það eru 40 vindstig úti og erfitt að boltinn sé alveg grafkyrr."

„Við ætluðum að skjóta og skjóta og skjóta í seinni og það gekk. Mér fannst bæta í vindinn síðustu 20 mínúturnar. Það var allt farið að fjúka."


Moli var næst spurður út meiðslastöðu fjögurra leikmanna en þeir Emanuel Nikpalj, Orri Sigurjónsson, Sigurður Marínó Kristjánsson og Jakob Franz Pálsson léku ekki með Þór í dag. Að lokum var Moli spurður út framhaldið og svör hans má heyra í spilaranum hér efst í fréttinni.
Athugasemdir
banner