KA tapaði í úrslitum Mjólkurbikarsins í kvöld gegn Víkingum en Ívar Örn Árnason leikmaður KA var gríðarlega þakklátur í leikslok.
Lestu um leikinn: Víkingur R. 3 - 1 KA
„Þetta er ógeðslega súrt en ég er ógeðslega þakklátur fyrir alla Akureyringana sem komu hingað og studdu við bakið á okkur, þetta var ógeðslega fallegt þótt úrsltiin hafi ekki verið okkur í hag var þetta ógeðslega gaman," sagði Ívar Örn.
„Það var mikil streyta og mikið stress í byrjun. Fyrstu 10-15 mínúturnar voru bæði lið að þefa að hvort öðru og gefa lítið. Við töpuðum þessum leik með því að tapa hlutkestinu í byrjun, þeir eru með brjálaðan meðvind í fyrri hálfleik svo er enginn meðvindur í seinni hálfleik."
Ívar Örn gagnrýndi dómgæsluna harkalega.
„Það er hornspyrna sem mér fannst bortið á Elfari. Þú sást það sjálfur, þetta er eins augljóst og það gerist, hann tæklar boltann. Korteri seinna flaggar þessi, ég ætla ekki einu sinni að segja það. Ég er óegðslega pirraður og mér fannst allt svona detta fyrir þá. Þetta er útaf því að Víkingar eru stærra liðið, við erum litla liðið frá landsbyggðinni. Það dettur allt með þeim, þetta er ógeðslega þreytt," sagði Ívar Örn.
„Mér finnst að við eigum að setja jafn mikla kröfu á dómarana og við setjum á leikmenn á vellinum. Menn eru jarðaðir ef menn standa sig ekki vel og það er eins með dómara það á að jarða þá ef þeir standa sig ekki vel og þeir eiga það gjörsamlega skilið í dag," sagði Ívar.
„Við fórnum mörgum mönnum inn á teig til að taka sénsinn. Þetta er bara einn leikur, það er ekki framlenging nema það sé jafntefli. Lélegt innkast hjá mér, vinnum ekki fyrsta boltann, vinnum ekki annan boltann og þeir sleppa í gegn. Það er ekki hægt að setja kröfu á markmanninn að verja einn á móti markmanni frá miðju," sagði Ívar.
Markmiðið er ljóst hjá KA mönnum.
„Við misstum aldrei trúna, reyndum og reyndum fram á síðustu mínútu. Ég er ógeðslega stoltur af strákunum, við komum okkur í þessa stöðu og komum okkur á þetta svið, ógeðslega gaman og við ætlum klárlega að koma hingað aftur. Ég er ógeðslega stoltur af aðdáendunum þeir voru geggjaðir. Gjörsamlega skeindum þeim, þetta var eins og 300, heyrðist ekki múkk í Víkingsstuðningsmönnum og við vorum svona 10 sinnum færri," sagði ívar Örn.
„Við erum komnir með smjörþefinn af honum. Við vitum að ef við ætlum að verða bikarmeistari þurfum við að vinna Víking þannig vonandi fáum við þá bara fyrr, ekki hér, bara í átta liða og skeinum þeim fyrir norðan."