Amorim með áhugaverða klásúlu - Man City sýnir Mainoo áhuga - Juve vill Silva - Liverpool gæti gert tilboð í Araujo
Venni: Get ekkert farið að sparka í ruslatunnur eða urðað yfir menn
Hemmi hafði ekki tíma í að einbeita sér að leiknum - „Það voru allir að biðja um skiptingu"
Liam Daði: Við stefnum á Laugardalsvöll og það er ekkert flókið
Karl Ágúst talar um hátt spennustig - „Allt undir á sunnudaginn"
Haraldur Freyr: Það er bara hálfleikur í þessu
Gunnar Heiðar um rauða spjald Diouck: Leiðinlegt að þurfa að fara í einhvern svona leik
Magnús Már: Það er gjörsamlega óásættanlegt
Viktor Jóns: Tók eftir því strax í vetur hvað býr í þessum gæja
Damir: Það er enginn skjálfti
Láki: Þetta réðst ekki hér
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
   lau 16. september 2023 20:21
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Ívar Örn gagnrýndi dómgæsluna: Má jarða dómara eins og leikmenn
,,Þetta var eins og 300"
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson

KA tapaði í úrslitum Mjólkurbikarsins í kvöld gegn Víkingum en Ívar Örn Árnason leikmaður KA var gríðarlega þakklátur í leikslok.


Lestu um leikinn: Víkingur R. 3 -  1 KA

„Þetta er ógeðslega súrt en ég er ógeðslega þakklátur fyrir alla Akureyringana sem komu hingað og studdu við bakið á okkur, þetta var ógeðslega fallegt þótt úrsltiin hafi ekki verið okkur í hag var þetta ógeðslega gaman," sagði Ívar Örn.

„Það var mikil streyta og mikið stress í byrjun. Fyrstu 10-15 mínúturnar voru bæði lið að þefa að hvort öðru og gefa lítið. Við töpuðum þessum leik með því að tapa hlutkestinu í byrjun, þeir eru með brjálaðan meðvind í fyrri hálfleik svo er enginn meðvindur í seinni hálfleik."

Ívar Örn gagnrýndi dómgæsluna harkalega.

„Það er hornspyrna sem mér fannst bortið á Elfari. Þú sást það sjálfur, þetta er eins augljóst og það gerist, hann tæklar boltann. Korteri seinna flaggar þessi, ég ætla ekki einu sinni að segja það. Ég er óegðslega pirraður og mér fannst allt svona detta fyrir þá. Þetta er útaf því að Víkingar eru stærra liðið, við erum litla liðið frá landsbyggðinni. Það dettur allt með þeim, þetta er ógeðslega þreytt," sagði Ívar Örn.

„Mér finnst að við eigum að setja jafn mikla kröfu á dómarana og við setjum á leikmenn á vellinum. Menn eru jarðaðir ef menn standa sig ekki vel og það er eins með dómara það á að jarða þá ef þeir standa sig ekki vel og þeir eiga það gjörsamlega skilið í dag," sagði Ívar.

„Við fórnum mörgum mönnum inn á teig til að taka sénsinn. Þetta er bara einn leikur, það er ekki framlenging nema það sé jafntefli. Lélegt innkast hjá mér, vinnum ekki fyrsta boltann, vinnum ekki annan boltann og þeir sleppa í gegn. Það er ekki hægt að setja kröfu á markmanninn að verja einn á móti markmanni frá miðju," sagði Ívar.

Markmiðið er ljóst hjá KA mönnum.

„Við misstum aldrei trúna, reyndum og reyndum fram á síðustu mínútu. Ég er ógeðslega stoltur af strákunum, við komum okkur í þessa stöðu og komum okkur á þetta svið, ógeðslega gaman og við ætlum klárlega að koma hingað aftur. Ég er ógeðslega stoltur af aðdáendunum þeir voru geggjaðir. Gjörsamlega skeindum þeim, þetta var eins og 300, heyrðist ekki múkk í Víkingsstuðningsmönnum og við vorum svona 10 sinnum færri," sagði ívar Örn.

„Við erum komnir með smjörþefinn af honum. Við vitum að ef við ætlum að verða bikarmeistari þurfum við að vinna Víking þannig vonandi fáum við þá bara fyrr, ekki hér, bara í átta liða og skeinum þeim fyrir norðan."


Athugasemdir
banner