Eftir 5-0 tap gegn FH þann 13. júlí var KA í botnsæti Bestu deildarinnar. Í síðustu sjö leikjum sínum hefur KA svo fengið 14 stig og er sjö stigum frá fallsæti þegar fimm leikir í neðri hlutanum eru eftir. Liðið var einu stig frá því að enda í efri hluta deildarinnar og KA menn horfa eflaust svekktir til leikjanna gegn Stjörnunni og Aftureldingar þar sem þeir misstu af stigum undir lokin.
Eftir leikinn gegn FH kom Birnir Snær Ingason inn í lið KA og hefur koma hans bætt liðið mikið. Hann hefur ekki verið frábær í öllum leikjum liðsins, en liðið í heild hefur litið mun betur út. Birnir hefur sjálfur skorað tvö mörk í leikjunum sjö.
Fótbolti.net ræddi við Hallgrím Mar Steingrímsson í dag en hann hefur skorað sex mörk í deildarleikjunum sjö frá komu Birnis og skoraði auk þess tvö mörk í Evrópuleikjunum gegn Silkeborg.
Eftir leikinn gegn FH kom Birnir Snær Ingason inn í lið KA og hefur koma hans bætt liðið mikið. Hann hefur ekki verið frábær í öllum leikjum liðsins, en liðið í heild hefur litið mun betur út. Birnir hefur sjálfur skorað tvö mörk í leikjunum sjö.
Fótbolti.net ræddi við Hallgrím Mar Steingrímsson í dag en hann hefur skorað sex mörk í deildarleikjunum sjö frá komu Birnis og skoraði auk þess tvö mörk í Evrópuleikjunum gegn Silkeborg.
Er sanngjarnt að tengja bætta spilamennsku þína við komu Birnis?
„Já, alveg að einhverju leyti. Liðið varð betra og það er alltaf auðveldara að spila í betra liði. Með komu sinni styrkti hann liðið helling. Það verður kannski þannig að andstæðingarnir einblína minna á mig þegar hann mætir, og við það opnast meira fyrir mig á vellinum. Það hefur alveg áhrif, en mér fannst ég samt vera spila ágætlega framan af móti. Ég var samt ekki að skora eða leggja upp mikið, sem telur mjög mikið fyrir mann sem spilar í minni stöðu. Ég er búinn að komast nær markinu núna og með komu hans myndast meira pláss; lið hafa áhyggjur af honum, ekki bara mér," segir Grímsi.
Fannst þér breytast mikið hjá ykkur sem liði?
„Hann er ekki bara góður í fótbolta, hann er með einhverja áru yfir sér, vil ekki rúnka honum of mikið en hann lyfti öllu upp; setti einhvern veginn alla á tærnar. Ég held að allir hafi stigið upp við komu hans. Segjandi það, þá er hann frábær í fótbolta, það vantar ekki."
Hefur þú laumað því að honum að taka annað tímabil með KA?
„Ég myndi elska að hafa hann áfram því ég elska að spila með honum. Ég bauð honum í mat um daginn og þá var hann að tala um honum liði vel hérna og það væri mjög gott að vera með börn hérna. Ég laumaði að honum hvort hann vildi ekki vera áfram bara. Hann sagðist ekki vita hvað tæki við og ég var ekkert að ýta meira á hann. Mín skilaboð á hann eru samt þannig að það er ekki jafn auðvelt að fá leikskólapláss fyrir sunnan og hér," segir Grímsi.
Besta-deild karla
Lið | L | U | J | T | Mörk | mun | Stig |
---|---|---|---|---|---|---|---|
1. Víkingur R. | 22 | 12 | 6 | 4 | 47 - 27 | +20 | 42 |
2. Valur | 22 | 12 | 4 | 6 | 53 - 35 | +18 | 40 |
3. Stjarnan | 22 | 12 | 4 | 6 | 43 - 35 | +8 | 40 |
4. Breiðablik | 22 | 9 | 7 | 6 | 37 - 35 | +2 | 34 |
5. FH | 22 | 8 | 6 | 8 | 41 - 35 | +6 | 30 |
6. Fram | 22 | 8 | 5 | 9 | 32 - 31 | +1 | 29 |
7. ÍBV | 22 | 8 | 5 | 9 | 24 - 28 | -4 | 29 |
8. KA | 22 | 8 | 5 | 9 | 29 - 39 | -10 | 29 |
9. Vestri | 22 | 8 | 3 | 11 | 23 - 28 | -5 | 27 |
10. KR | 22 | 6 | 6 | 10 | 42 - 51 | -9 | 24 |
11. ÍA | 22 | 7 | 1 | 14 | 26 - 43 | -17 | 22 |
12. Afturelding | 22 | 5 | 6 | 11 | 29 - 39 | -10 | 21 |
Athugasemdir