Liverpool vill Guehi næsta sumar frekar en að gera janúartilboð - Man Utd dreymir um að fá McTominay aftur - Everton hefur áhuga á leikmönnum Man Utd
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
banner
   mán 16. október 2017 18:00
Elvar Geir Magnússon
Bjössi Hreiðars: Óli hristir upp í hlutunum
Óli Kalli og Bjössi Hreiðars.
Óli Kalli og Bjössi Hreiðars.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það er skemmtileg staðreynd að við vorum saman í Ísaksskóla, ég sem kennari og hann sem nemandi," segir Sigurbjörn Hreiðarsson um nýjasta liðsmann Íslandsmeistara Vals, Ólaf Karl Finsen.

Sigurbjörn er aðstoðarþjálfari Vals og er að vonum ánægður með liðsstyrkinn úr Garðabæ.

„Óli hristir aðeins upp í hlutunum, það er frábært fyrir hópinn. Hann kemur inn í öflugan hóp með ákveðna eiginleika sem við vorum að líta til. Við teljum að hann nýtist í ýmsar stöður."

Valur hefur áður reynt að fá Ólaf.

„Það gekk ekki eftir þá en nú gekk það. Við erum mjög ánægðir með að þetta sé gengið í gegn."

Valsmenn eru ekki hættir á leikmannarkaðnum og var sagt á fréttamannafundinum í dag að fleiri tilkynninga væri að vænta frá Hliðarenda.

„Það er klárt að við erum ekki hættir á markaðnum og það verður eitthvað á næstunni. Er það ekki bara eðlilegt? Við erum að leita eftir góðum leikmönnum."

Sjáðu viðtalið í heild sinni í sjónvarpinu hér að ofan en þar er Sigurbjörn meðal annars spurður út í framtíð Rasmus Christiansen.

Óli Kalli: Hann vakti mig og sagði að ég væri snarklikkaður
Athugasemdir
banner