Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mið 16. október 2019 21:15
Brynjar Ingi Erluson
PSG ætlar að gera Mbappe að launahæsta leikmanni heims
Kylian Mbappe
Kylian Mbappe
Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon
Franska félagið Paris Saint-Germain er reiðubúið að gera Kylian Mbappe að launahæsta leikmanni heims en Le10 Sport greinir frá þessu í kvöld.

Mbappe er aðeins 20 ára gamal og þykir nú þegar með bestu leikmönnum heims.

Hann vann HM með Frakklandi á síðasta ári og hefur þá verið stjarna í liði PSG. Samningur hans við PSG rennur út árið 2022 en franska félagið vill alls ekki missa hann frá félaginu.

PSG er að berjast við Real Madrid en spænska félagið er tilbúið að borga honum 36 milljónir evra í árslaun en PSG ætlar að gera enn betur.

Franska félagið vill gera Mbappe að launahæsta leikmanni heims og greiða honum 50 milljónir evra í árslaun. Hann yrði þá launahærri en Lionel Messi sem þénar 40 milljónir evra á ári.

Mbappe hefur skorað 62 mörk í 92 leikjum með PSG og þá hefur hann gert 13 mörk í 33 landsleikjum fyrir Frakkland.
Athugasemdir
banner
banner