Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   lau 16. október 2021 15:35
Brynjar Ingi Erluson
Þýskaland: Haaland skoraði tvisvar í sigri - Leipzig gerði jafntefli
Erling Braut Haaland skoraði tvisvar fyrir Dortmund
Erling Braut Haaland skoraði tvisvar fyrir Dortmund
Mynd: EPA
Taiwo Awoniyi hefur spilað vel með Union Berlín
Taiwo Awoniyi hefur spilað vel með Union Berlín
Mynd: EPA
Norski framherjinn Erling Braut Haaland gerði tvö mörk fyrir Borussia Dortmund sem vann Mainz 3-1 í þýsku deildinni í dag. RB Leipzig tapaði þá stigum gegn Freiburg en þeim leik lauk með 1-1 jafntefli.

Marco Reus kom Dortmund yfir á 3. mínútu með föstu skoti úr teignum áður en Haaland bætti við öðru marki úr vítaspyrnu á 54. mínútu.

Jonathan Burkardt minnkaði muninn fyrir Mainz áður en Haaland sá til þess að Dortmund færi með sigur af hólmi með góðu marki eftir sendingu frá Jude Bellingham í uppbótartíma.

Dortmund fer á toppinn með 18 stig eftir sigurinn.

Freiburg og Leipzig gerðu þá 1-1 jafntefli. Emil Forsberg kom Leipzig yfir með marki úr vítaspyrnu áður en Jeong Woo-yeong jafnaði metin þegar hálftími var eftir.

Union Berlín vann Wolfsburg 2-0. Taiwo Awoniyi gerði fyrra mark liðsins en hann hefur verið heitur frá því hann kom frá Liverpool í sumar. Hertha Berlín vann Eintracht Frankfurt, 2-1.

Bochum vann þá nýliðaslaginn gegn Greuther Furth, 1-0.

Úrslit og markaskorarar:

Borussia D. 3 - 1 Mainz
1-0 Marco Reus ('3 )
2-0 Erling Haland ('54 , víti)
2-1 Jonathan Michael Burkardt ('87 )
3-1 Erling Haland ('90 )

Eintracht Frankfurt 1 - 2 Hertha
0-1 Marco Richter ('7 )
0-2 Jurgen Ekkelenkamp ('63 )
1-2 Goncalo Paciencia ('78 , víti)

Union Berlin 2 - 0 Wolfsburg
1-0 Taiwo Awoniyi ('49 )
2-0 Sheraldo Becker ('82 )

Freiburg 1 - 1 RB Leipzig
0-1 Emil Forsberg ('32 , víti)
1-1 Woo-Yeong Jeong ('64 )

Greuther Furth 0 - 1 Bochum
0-1 Anthony Losilla ('80 )
Athugasemdir
banner
banner
banner