Arsenal ræðir við Palace um Eze - Mateta hitti Liverpool - McAtee skoðar aðstæður í Frankfurt
   mán 16. nóvember 2020 12:00
Magnús Már Einarsson
Pogba: Aldrei upplifað svona erfiðan kafla á ferli mínum
„Ég hef aldrei upplifað svona erfiðan kafla á ferli mínum," sagði Paul Pogba, miðjumaður Manchester United, í viðtali við RTL um helgina.

Pogba er í verkefni með franska landsliðinu en hann hefur átt erfitt uppdráttar í upphafi tímabils.

Pogba hefur ekki átt fast sæti í byrjunarliði Manchester United og einungis byrjað fimm leiki hingað til.

Hann segir gott að komast í landsliðsverkefni núna eftir erfiðar vikur með United.

„Ég er ferskur þegar ég hitti franska landsliðið, þessi hópur er framúrskarandi," sagði Pogba.
Athugasemdir
banner
banner