Van Dijk íhugaði Real - Anderson til í að fara til United - Sancho má fara frítt - Real ætlar að selja Vinicius
   mán 16. desember 2019 12:00
Magnús Már Einarsson
Manchester City vill fá svör frá Arteta
Manchester City ætlar að ræða við Mikel Arteta og krefjast svara eftir að myndir sáust af mönnum frá Arsenal yfirgefa heimili hans klukkan 01:20 í nótt.

Vinai Venkatesham, framkvæmdastjóri Arsenal, og Huss Fahmy, lögfrðæingur hjá félaginu, sáust yfirgefa heimili Arteta eftir að hafa verið á fundi með honum í tvo og hálfan klukkutíma.

Arteta þykir líklegastur til að taka við Arsenal í augnablikinu en líklegt er að félagið ráði nýjan stjóra fyrir áramót.

Arteta hefur verið aðstoðarmaður Pep Guardiola síðan hann tók við Manchester City sumarið 2016.

Manchester City ætlar að funda með Arteta og krefjast svara um framtíð hans.
Athugasemdir
banner
banner