Mörg stór félög hafa áhuga á Mainoo - Toney og Rodrygo á óskalista Tottenham - Martínez ekki lengur varafyrirliði Villa
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
   fim 16. desember 2021 14:15
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Stefán Teitur er hægri áttan í jólatrénu
,,Miklu skemmtilegra en að vera í 1. deildinni''
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Stefán Teitur er 23 ára miðjumaður Silkeborg í Danmörku. Silkeborg komst upp í Superliga, efstu deild, í vor og hefur byrjað tímabilið í Danmörku vel, er um miðja deild og í baráttunni um að taka þátt í efra umspilinu.

„Við höfum komið inn í deildina með mikil gæði og mikinn kraft. Við erum í sjötta sæti sem ég held að sé mjög fínt fyrir okkur sem nýliða. Við höfum gert fullmikið af jafnteflum en heilt yfir er ég mjög sáttur. Ég myndi ekki segja framar væntingum, við höfum haldið fast í það sem við trúum og sáum strax í fyrstu leikjunum að við getum spilað eftir okkar hugmyndafræði í efstu deild. Það hefur gengið mjög vel og eftir því sem liðið hefur á mótið hefur trúin aukist," sagði Stefán.

Geðveikt að hafa fullt af fólki öskrandi á þig
„Það segir sig sjálft að gæðin eru miklu meiri, FCK, Midtjylland og Bröndby eru virkilega góð lið með mikið af stjörnum í sínum liðum. Það er meiri pressa, þú ferð og spilar á útivöllum með ég veit ekki hversu marga að öskra á þig - það er bara geðveikt. Það er miklu skemmtilegra að vera þarna heldur en í 1. deildinni. Það er alltaf geðveikt að spila fyrir framan eins marga og hægt er. Allir leikirnir eru frekar svipaðir fyrir okkur, við erum nýliðar þannig það er ekki eins og við eigum að mæta og vinna alla."

Dettur inn smá íslenska inn á milli
Er öðruvísi að spila við Íslendinga en öðrum?

„Nei, ekki þegar komið er inn á völlinn. Maður heilsar strákunum fyrir leikinn og sérstaklega þeim sem maður þekkir mjög vel. Svo þegar maður er kominn inn á þá er þeta eins og hvað annað. Það hefur alveg dottið inn smá íslenska inn á vellinum inn á milli en maður reynir bara að hugsa ekkert alltof mikið um það."

Hægri átta í jólatrénu
Hvert er þitt hlutverk í Silkeborg?

„Við spilum frekar óvenjulegt kerfi, spilum 4-3-2-1 jólatré, með engum kantara. Ég leik í hægri „áttunni" (leikmenn á miðri miðju). Það er minna um það í þessari stöðu að ég get verið að fara inn í teiginn eins og ég gerði hjá ÍA af því að bakverðirnir okkar liggja svo svakalega hátt. Ég reyni að taka eins mikinn þátt í spilinu og hægt er og reyni að búa eitthvað til. Mann langar alltaf að fara meira inn í en ég er mjög sáttur við þetta hlutverk, þetta er ógeðslega skemmtilegt að við spilum þannig fótbolta, viljum halda boltanum og maður tekur mikinn þátt í spilinu."

Þjálfarinn vill að Stefán tali meiri dönsku
Hvernig gengur að læra dönskuna?

„Danskan kemur og kemur, ég er kominn með nánast allt í því að skilja hana og get alveg talað hana ef ég þarf þess. Þeir í liðinu velja flestir að tala við mig ensku. Þjálfarinn vill að ég fari að tala meiri dönsku," sagði Stefán.

Viðtalið í heild má sjá í spilaranum hér að neðan. Þar ræðir Stefán um landsliðið.
Athugasemdir
banner
banner