Vinicius Jr færist nær því að vera áfram hjá Real - Liverpool gæti gert janúartilboð í Semenyo
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
Ágúst Orri: Hann fer nánast á rassgatið
Óli Skúla: Sýndi að hann er frábær leikmaður
Ólafur Ingi: Draumastaða er bara þrjú stig
Sviptu hulunni af Loga Ólafs sem sagði af sér um leið
Höskuldur: Ég er mikill unnandi Loga sem persónu og leikmanns
Árni Guðna: Aldrei spurning þegar kallið kom héðan
Jói Kalli: Langaði ekki að vera lengur einn úti
Alex Freyr: Tók eitt símtal frá Davíð Smára
Sá fyrir sér að spila allan ferilinn með Völsungi en fetar í spor föður síns
Útskýrir af hverju hann er orðinn þjálfari Sindra: Ákvað að hætta í janúar
„Vissi að það yrði erfitt að kveðja en varð mun erfiðara en ég átti von á"
29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
   fim 16. desember 2021 14:15
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Stefán Teitur er hægri áttan í jólatrénu
,,Miklu skemmtilegra en að vera í 1. deildinni''
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Stefán Teitur er 23 ára miðjumaður Silkeborg í Danmörku. Silkeborg komst upp í Superliga, efstu deild, í vor og hefur byrjað tímabilið í Danmörku vel, er um miðja deild og í baráttunni um að taka þátt í efra umspilinu.

„Við höfum komið inn í deildina með mikil gæði og mikinn kraft. Við erum í sjötta sæti sem ég held að sé mjög fínt fyrir okkur sem nýliða. Við höfum gert fullmikið af jafnteflum en heilt yfir er ég mjög sáttur. Ég myndi ekki segja framar væntingum, við höfum haldið fast í það sem við trúum og sáum strax í fyrstu leikjunum að við getum spilað eftir okkar hugmyndafræði í efstu deild. Það hefur gengið mjög vel og eftir því sem liðið hefur á mótið hefur trúin aukist," sagði Stefán.

Geðveikt að hafa fullt af fólki öskrandi á þig
„Það segir sig sjálft að gæðin eru miklu meiri, FCK, Midtjylland og Bröndby eru virkilega góð lið með mikið af stjörnum í sínum liðum. Það er meiri pressa, þú ferð og spilar á útivöllum með ég veit ekki hversu marga að öskra á þig - það er bara geðveikt. Það er miklu skemmtilegra að vera þarna heldur en í 1. deildinni. Það er alltaf geðveikt að spila fyrir framan eins marga og hægt er. Allir leikirnir eru frekar svipaðir fyrir okkur, við erum nýliðar þannig það er ekki eins og við eigum að mæta og vinna alla."

Dettur inn smá íslenska inn á milli
Er öðruvísi að spila við Íslendinga en öðrum?

„Nei, ekki þegar komið er inn á völlinn. Maður heilsar strákunum fyrir leikinn og sérstaklega þeim sem maður þekkir mjög vel. Svo þegar maður er kominn inn á þá er þeta eins og hvað annað. Það hefur alveg dottið inn smá íslenska inn á vellinum inn á milli en maður reynir bara að hugsa ekkert alltof mikið um það."

Hægri átta í jólatrénu
Hvert er þitt hlutverk í Silkeborg?

„Við spilum frekar óvenjulegt kerfi, spilum 4-3-2-1 jólatré, með engum kantara. Ég leik í hægri „áttunni" (leikmenn á miðri miðju). Það er minna um það í þessari stöðu að ég get verið að fara inn í teiginn eins og ég gerði hjá ÍA af því að bakverðirnir okkar liggja svo svakalega hátt. Ég reyni að taka eins mikinn þátt í spilinu og hægt er og reyni að búa eitthvað til. Mann langar alltaf að fara meira inn í en ég er mjög sáttur við þetta hlutverk, þetta er ógeðslega skemmtilegt að við spilum þannig fótbolta, viljum halda boltanum og maður tekur mikinn þátt í spilinu."

Þjálfarinn vill að Stefán tali meiri dönsku
Hvernig gengur að læra dönskuna?

„Danskan kemur og kemur, ég er kominn með nánast allt í því að skilja hana og get alveg talað hana ef ég þarf þess. Þeir í liðinu velja flestir að tala við mig ensku. Þjálfarinn vill að ég fari að tala meiri dönsku," sagði Stefán.

Viðtalið í heild má sjá í spilaranum hér að neðan. Þar ræðir Stefán um landsliðið.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner