Höskuldur skoraði tvö: Var með ágætis tilfinningu í nýjum skóm
Jón Þór: Þessi leikur á eftir að nýtast okkur helling
Dóri staðfestir viðræðuslitin: Var kannski ekki eins og menn höfðu séð fyrir sér
Gummi Tóta: Vonaðist til að hjálparvörnin kæmi
Andri Lucas: Vonandi komumst við á stórmót eins fljótt og hægt er
Daníel Leó: Menn eru ennþá í áfalli
Hákon Arnar: Ég vona það fyrir framtíðina
Stefnan er sett á HM - „Maður lærir mest þegar á móti blæs“
„Ekkert eðlilega svekkjandi, ömurlegt bara"
Jói Berg: Grátlegt að vera svona nálægt þessu og ná ekki á EM
Jón Dagur: Líður eins og tímabilið sé búið
Hareide lítur björtum augum á framtíðina - „Þurfum fleiri varnarmenn"
Furðar sig á ákvörðun Rebrov - „Held að Guðmundsson skori"
Beðið um mynd í miðju viðtali - „Ef þú syngur með okkur í 90 mínútur þá ertu í Tólfunni"
Joey Drummer: Besta stund sem ég hef upplifað
Siggi Bond með innherjaupplýsingar fyrir leikinn í kvöld
Sjáðu auglýsinguna fyrir Bestu deildina 2024 - Þekkt andlit í nýjum aðstæðum
27 þúsund miðar seldir á Úkraína - Ísland í Wroclaw skálinni
Víðir Sig: Væri gaman ef annar draumur myndi rætast í þessari borg
Jói bjartsýnn á að geta spilað - „Það róaði taugarnar ansi mikið"
   fim 16. desember 2021 14:15
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Stefán Teitur er hægri áttan í jólatrénu
,,Miklu skemmtilegra en að vera í 1. deildinni''
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Stefán Teitur er 23 ára miðjumaður Silkeborg í Danmörku. Silkeborg komst upp í Superliga, efstu deild, í vor og hefur byrjað tímabilið í Danmörku vel, er um miðja deild og í baráttunni um að taka þátt í efra umspilinu.

„Við höfum komið inn í deildina með mikil gæði og mikinn kraft. Við erum í sjötta sæti sem ég held að sé mjög fínt fyrir okkur sem nýliða. Við höfum gert fullmikið af jafnteflum en heilt yfir er ég mjög sáttur. Ég myndi ekki segja framar væntingum, við höfum haldið fast í það sem við trúum og sáum strax í fyrstu leikjunum að við getum spilað eftir okkar hugmyndafræði í efstu deild. Það hefur gengið mjög vel og eftir því sem liðið hefur á mótið hefur trúin aukist," sagði Stefán.

Geðveikt að hafa fullt af fólki öskrandi á þig
„Það segir sig sjálft að gæðin eru miklu meiri, FCK, Midtjylland og Bröndby eru virkilega góð lið með mikið af stjörnum í sínum liðum. Það er meiri pressa, þú ferð og spilar á útivöllum með ég veit ekki hversu marga að öskra á þig - það er bara geðveikt. Það er miklu skemmtilegra að vera þarna heldur en í 1. deildinni. Það er alltaf geðveikt að spila fyrir framan eins marga og hægt er. Allir leikirnir eru frekar svipaðir fyrir okkur, við erum nýliðar þannig það er ekki eins og við eigum að mæta og vinna alla."

Dettur inn smá íslenska inn á milli
Er öðruvísi að spila við Íslendinga en öðrum?

„Nei, ekki þegar komið er inn á völlinn. Maður heilsar strákunum fyrir leikinn og sérstaklega þeim sem maður þekkir mjög vel. Svo þegar maður er kominn inn á þá er þeta eins og hvað annað. Það hefur alveg dottið inn smá íslenska inn á vellinum inn á milli en maður reynir bara að hugsa ekkert alltof mikið um það."

Hægri átta í jólatrénu
Hvert er þitt hlutverk í Silkeborg?

„Við spilum frekar óvenjulegt kerfi, spilum 4-3-2-1 jólatré, með engum kantara. Ég leik í hægri „áttunni" (leikmenn á miðri miðju). Það er minna um það í þessari stöðu að ég get verið að fara inn í teiginn eins og ég gerði hjá ÍA af því að bakverðirnir okkar liggja svo svakalega hátt. Ég reyni að taka eins mikinn þátt í spilinu og hægt er og reyni að búa eitthvað til. Mann langar alltaf að fara meira inn í en ég er mjög sáttur við þetta hlutverk, þetta er ógeðslega skemmtilegt að við spilum þannig fótbolta, viljum halda boltanum og maður tekur mikinn þátt í spilinu."

Þjálfarinn vill að Stefán tali meiri dönsku
Hvernig gengur að læra dönskuna?

„Danskan kemur og kemur, ég er kominn með nánast allt í því að skilja hana og get alveg talað hana ef ég þarf þess. Þeir í liðinu velja flestir að tala við mig ensku. Þjálfarinn vill að ég fari að tala meiri dönsku," sagði Stefán.

Viðtalið í heild má sjá í spilaranum hér að neðan. Þar ræðir Stefán um landsliðið.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner