Man Utd og Liverpool vilja Anderson - Arsenal gæti gert óvænt tilboð í McTominay - Trafford orðaður við Wolves og Newcastle
   sun 17. janúar 2021 05:55
Ívan Guðjón Baldursson
England í dag - Liverpool og Man Utd mætast í toppslag
Það verða þrír leikir spilaðir í ensku úrvalsdeildinni í dag eftir að viðureign Aston Villa og Everton var frestað vegna Covid smita hjá heimamönnum í Villa.

Botnlið Sheffield United tekur því á móti Tottenham í fyrsta leik dagsins. Fyrsti sigur Sheffield á deildartímabilinu kom í síðustu umferð og gætu lærisveinar Chris Wilder verið vaknaðir til lífsins eftir hörmulega byrjun.

Tottenham er í Evrópubaráttunni og getur jafnað Liverpool á stigum í þriðja sæti með sigri.

Liverpool á svo heimaleik gegn Manchester United sem er einn eftirvæntasti leikur tímabilsins í enska boltanum, þar sem þessir gömlu fjendur verma toppsætin í úrvalsdeildinni um þessar mundir.

Heimamenn í Liverpool eru í miklum meiðslavandræðum í vörninni og verður áhugavert að sjá hvernig Jürgen Klopp leysir það gegn öflugri sóknarlínu Rauðu djöflanna.

Klopp hefur átt góðu gengi að fagna gegn Man Utd undanfarin ár. Rauðu djöflarnir hafa aðeins unnið einn leik af síðustu tíu gegn Liverpool.

Manchester City tekur svo á móti Crystal Palace í síðasta leik dagsins.

Leikir verða sýndir í beinni í Sjónvarpi Símans.

Leikir dagsins:
14:00 Sheffield Utd - Tottenham
16:30 Liverpool - Man Utd
19:15 Man City - Crystal Palace
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 11 8 2 1 20 5 +15 26
2 Man City 11 7 1 3 23 8 +15 22
3 Chelsea 11 6 2 3 21 11 +10 20
4 Sunderland 11 5 4 2 14 10 +4 19
5 Tottenham 11 5 3 3 19 10 +9 18
6 Aston Villa 11 5 3 3 13 10 +3 18
7 Man Utd 11 5 3 3 19 18 +1 18
8 Liverpool 11 6 0 5 18 17 +1 18
9 Bournemouth 11 5 3 3 17 18 -1 18
10 Crystal Palace 11 4 5 2 14 9 +5 17
11 Brighton 11 4 4 3 17 15 +2 16
12 Brentford 11 5 1 5 17 17 0 16
13 Everton 11 4 3 4 12 13 -1 15
14 Newcastle 11 3 3 5 11 14 -3 12
15 Fulham 11 3 2 6 12 16 -4 11
16 Leeds 11 3 2 6 10 20 -10 11
17 Burnley 11 3 1 7 14 22 -8 10
18 West Ham 11 3 1 7 13 23 -10 10
19 Nott. Forest 11 2 3 6 10 20 -10 9
20 Wolves 11 0 2 9 7 25 -18 2
Athugasemdir
banner
banner
banner