Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   sun 17. janúar 2021 20:53
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Sjáðu það helsta úr stórslagnum - „Liverpool heppnir í lokin"
Pogba fékk dauðafæri til að skora.
Pogba fékk dauðafæri til að skora.
Mynd: Getty Images
John Arne Riise, fyrrum leikmaður Liverpool, var sérfræðingur hjá Síminn Sport í kringum stórleik Liverpool og Manchester United í ensku úrvalsdeildinni í kvöld.

Hann spjallaði við Tómas Þór Þórðarson, Eið Smára Guðjohnsen og Gylfa Einarsson um jafnteflið markalausa í beinni frá Noregi.

„Það vantaði gæði, sérstaklega á síðasta þriðjungnum," sagði Riise og bætti við: „Liverpool var meira með boltann og United sótti hratt. Liverpool voru heppnir í lokin því United fékk betri færin í leiknum."

Bruno Fernandes og Paul Pogba fengu báðir færi til að skora en Alisson varði vel frá þeim.

„Liverpool á í vandræðum með að skora mörk. Það gengur vel að halda boltanum og allt það, en það virðist skorta sjálfstraust," sagði Riise og tók Eiður undir það.

„Ég held að United sé mjög ánægt með stigið og þeir eru áfram þremur stigum á undan Liverpool."

Hér að neðan má sjá þegar rætt var við Riise og einnig það helsta úr leiknum en það birtist upphaflega á vef Morgunblaðsins.



Athugasemdir
banner
banner
banner