Óvíst hvort Casemiro og Maguire verði áfram hjá Man Utd - Glasner ætlar ekki að framlengja - Joelinton gæti farið frá Newcastle
banner
   sun 17. janúar 2021 16:26
Ívan Guðjón Baldursson
Þýskaland: Bayern með fjögurra stiga forystu
Bayern 2 - 1 Freiburg
1-0 Robert Lewandowski ('7)
1-1 Nils Petersen ('62)
2-1 Thomas Müller ('75)

Þýskalandsmeistarar FC Bayern eru komnir með fjögurra stiga forystu á toppi deildarinnar eftir 2-1 sigur á Freiburg í dag.

Robert Lewandowski getur ekki hætt að skora og gerði hann fyrsta mark leiksins á sjöundu mínútu.

Bæjarar voru með yfirhöndina en tókst ekki að tvöfalda forystuna þrátt fyrir yfirburðina.

Gestirnir frá Freiburg áttu fínar rispur og jafnaði Nils Petersen metin með sinni fyrstu snertingu nokkrum sekúndum eftir innkomu af bekknum.

Það leið þó aðeins tæpur stundarfjórðungur þar til Thomas Müller kom Bayern aftur yfir.

Heimamenn í München voru líklegir til að bæta við á lokakaflanum en niðurstaðan sanngjarn 2-1 sigur.

Freiburg er í áttunda sæti, þremur stigum frá Evrópusæti.
Stöðutaflan Þýskaland Bundesliga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Bayern 15 13 2 0 55 11 +44 41
2 Dortmund 15 9 5 1 26 12 +14 32
3 Leverkusen 15 9 2 4 33 20 +13 29
4 RB Leipzig 15 9 2 4 30 19 +11 29
5 Hoffenheim 15 8 3 4 29 20 +9 27
6 Stuttgart 15 8 2 5 25 22 +3 26
7 Eintracht Frankfurt 15 7 4 4 30 30 0 25
8 Union Berlin 15 6 3 6 20 23 -3 21
9 Freiburg 15 5 5 5 25 26 -1 20
10 Werder 15 4 5 6 18 28 -10 17
11 Köln 15 4 4 7 22 24 -2 16
12 Gladbach 15 4 4 7 18 24 -6 16
13 Hamburger 15 4 4 7 16 25 -9 16
14 Wolfsburg 15 4 3 8 23 28 -5 15
15 Augsburg 15 4 2 9 17 28 -11 14
16 St. Pauli 15 3 3 9 13 26 -13 12
17 Heidenheim 15 3 2 10 13 34 -21 11
18 Mainz 15 1 5 9 13 26 -13 8
Athugasemdir
banner
banner
banner