Gary Neville sérfræðingur á Sky Sports hefur ekki verið sáttur með það að enska úrvalsdeildin sé að fresta leikjum.
Nú í kvöld var enn einum leiknum frestað, leik Burnley og Watford. Burnley er í miklum vandræðum en aðeins 10 leikmenn voru mættir á æfingu liðsins í morgun.
Þegar þetta kom í ljós fór Neville á Twitter og lét skoðun sína í ljós.
„33 leikmenn og starfsmenn greindust jákvæðir af Covid af 13600 prófum. Við vitum ekki hvað það eru margir leikmenn á móti starfsmönnum en það er ljóst að núna verður að hætta að fresta leikjum. Það hefði átt að hætta 1. janúar. Come on," skrifaði Neville.
33 players and staff test positive for Covid out of 13,600 tests. We don’t know the exact breakdown between players and staff but it’s clear that now we must stop calling fixtures off. Jan 1st should have been the last date allowed for cancellations. Come on @premierleague @EFL
— Gary Neville (@GNev2) January 17, 2022
Athugasemdir