Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   fös 17. mars 2023 12:43
Elvar Geir Magnússon
Ratcliffe fundaði á Old Trafford - Hitti Ten Hag
Sir Jim Ratcliffe fyrir utan Old Trafford í dag.
Sir Jim Ratcliffe fyrir utan Old Trafford í dag.
Mynd: Getty Images
Breski milljarðamæringurinn Sir Jim Ratcliffe mætti á Old Trafford í morgun en Manchester United er í mögulegu söluferli. Ratcliffe er talinn næst líklegastur til að verða næsti eigandi, á eftir Sjeik Jassim Bin Hamad Al Thani frá Katar.

Fulltrúar Jassim mættu til fundar við æðstu menn United í gær og er sagt að sá fundur hafi heppnast vel. Ratcliffe mætti svo í dag en hann kom fljúgandi á einkaflugvél.

Meðal þeirra sem funduðu með Ratcliffe var Richard Arnold, framkvæmdastjóri United. Eftir að hafa fundað fór Ratcliffe á Carrington, æfingasvæði félagsins.

Erik ten Hag stjóri United var á Carrington þar sem hann var að búa sig undir fréttamannafund þegar Ratcliffe mætti.

„Ég hitti hann áðan og við tókumst í hendur. Einbeiting mín er samt á leikinn á sunnudaginn. Aðrir hjá félaginu eru að skoða mögulega fjárfesta," sagði Ten Hag á fréttamannafundinum.

Ratcliffe er ríkasti einstaklingur Bretlandseyja og er stærsti landeigandi á Íslandi. Samkvæmt úttekt Kveiks á Ratcliffe meirihluta í minnst þrjátíu jörðum hér á landi, minnihluta í níu og veiðirétt í tveimur þjóðlendum í Selárdal í Vopnafirði.

Ten Hag og lið Manchester United voru á Spáni í gær þegar Katararnir mættu.
Athugasemdir
banner
banner
banner