Garnacho vill ekki til Arabíu - Bayern gæti reynt við Trossard - Ferguson hefur gert munnlegt samkomulag við Roma
   lau 17. apríl 2021 23:30
Victor Pálsson
Braithwaite: Barcelona sá gæðin sem ég er með
Stjórn Barcelona hafði alltaf mikla trú á framherjanum Martin Braithwaite sem kom til félagsins í febrúar árið 2020.

Braithwaite segir sjálfur frá þessu en hann kom frá Leganes þar sem pressan er töluvert minni en hjá Barcelona.

Daninn hefur fengið mínútur á Nou Camp en hefur þó aðeins skorað þrjú deildarmörk í 37 leikjum.

„Þeir sáu það að ég væri með gæðin til að spila í miklu hærri gæðaflokki," sagði Braithwaite við CNN.

„Þeir sáu líka að minn leikstíll hentaði þeim. Það er það sem þeir sögðu mér, að ég væri með rétta hugarfarið fyrir stórlið."

„Ef maður horfir til baka þá höfðu þeir rétt fyrir sér."
Athugasemdir
banner