Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   lau 17. apríl 2021 06:00
Fótbolti.net
Pepsi Max upphitun og spenna á Spáni á X977 í dag
Siggi Höskulds, þjálfari Leiknis.
Siggi Höskulds, þjálfari Leiknis.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Stærsti hluti útvarpsþáttarins Fótbolti.net í dag fer í að fjalla um Pepsi Max-deildina sem fer af stað um mánaðamótin. Skoðuð verður leikjadagskrá fyrstu umferða.

X977 í dag, 12-14.

Gestur þáttarins er Sigurður Heiðar Höskuldsson, þjálfari nýliða Leiknis í Breiðholti. Það er Suður-Amerísk sveifla í Breiðholtinu fyrir komandi tímabil.

Egill Arnar Sigurþórsson dómari verður á línunni. Rætt verður um hvernig dómarar koma undan vetri.

Vetrarverðlaunin verða á dagskrá en valdir verða þeir bestu á undirbúningstímabilinu.

Einnig verður rætt við Mikael Marinó Rivera, stuðningsmann Real Madrid. Zinedine Zidane hefur þaggað í efasemdarröddum, Real er komið í undanúrslit Meistaradeildarinnar og í harðri titilbaráttu í La Liga.

Útvarpsþátturinn Fótbolti.net er á X-inu alla laugardaga kl. 12-14. Umsjónarmenn þáttarins eru Tómas Þór Þórðarson og Elvar Geir Magnússon. Hægt er að finna þá á X samfélagsmiðlinum undir @tomthordarson og @elvargeir.

Smelltu hér til að hlusta á upptökur úr eldri þáttum.

Þú getur hlustað á X-ið á netinu með því að smella hérna

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner