fös 17. maí 2019 16:30
Fótbolti.net
Tómas telur Víking þurfa mann eins og Andra Yeoman
Andri Rafn Yeoman.
Andri Rafn Yeoman.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Víkingar spila skemmtilegan fótbolta en varnarleikur liðsins var afskaplega slakur í 3-4 tapinu gegn Breiðabliki í 4. umferð Pepsi Max-deildarinnar.

Leikurinn var að sjálfsögðu til umræðu í í Innkastinu hér á Fótbolta.net.

Þorsteinn Már Ragnarsson var valinn maður leiksins en hann fór trekk í trekk illa með Dofra Snorrason sem var í vinstri bakverði Víkinga.

Smelltu hér til að hlusta á Innkastið

„Dofri er einn minn uppáhalds leikmaður í Víkingi frá upphafi en hann lék sinn versta leik síðan hann kom til félagsins. Hann var hörmung í þessum leik. Ég er sérstaklega ósáttur við þegar hann lét labba yfir sig í þriðja markinu," sagði Tómas Þór Þórðarson í Innkastinu.

Tómas segir að vörn Víkings þurfi að fá betri hjálp frá miðjunni.

„Það er mjög erfitt að spila betri vörn þegar hjálpin er lítil sem engin fyrir framan þig. Eins góðir og miðverðirnir Sölvi og Halldór Smári eru þegar boltinn kemur inn í teig og þeir snúa fram þá eru þeir ekkert sérstakir hlaupandi aftur að reyna að verjast skyndisóknum."

Tómas nefndi að Víkingur þyrfti að fá leikmann sem væri eins og Andri Rafn Yeoman, miðjumaður Breiðabliks.

„Liðinu vantar svona sitjandi hugsandi fótboltamann sem er alltaf á réttum stað og er góður í fótbolta. Ef þetta púsl finnst..." sagði Tómas og Gunnar Birgisson greip þá inn:

„Af hverju heyrði Víkingur ekki í einmitt honum? Er Andri ekki kominn á bekkinn hjá Blikunum?" sagði Gunnar.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner