Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fim 17. júní 2021 19:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Lið 8. umferðar - Tveir grjótharðir í hjarta varnarinnar
Kári er í þriðja sinn í liði umferðarinnar.
Kári er í þriðja sinn í liði umferðarinnar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Dusan er búinn að vera mjög flottur í sumar.
Dusan er búinn að vera mjög flottur í sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Þorvaldur er þjálfari umferðarinnar.
Þorvaldur er þjálfari umferðarinnar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Í gær kláraðist áttunda umferð Pepsi Max-deildarinnar. Valur situr á toppi deildarinnar, en Víkingur og KA geta náð Íslandsmeisturunum með því að vinna leikina sem þau eiga inni.

Í áttundu umferðinni vann Stjarnan vann flottan sigur gegn Valsmönnum. Haraldur Björnsson átti góðan leik í markinu hjá Stjörnunni og Tristan Freyr Ingólfsson var frábær fyrir Garðbæinga. Þá er Þorvaldur Örlygsson þjálfari umferðarinnar að þessu sinni.



Víkingur á einnig þrjá fulltrúa eftir stórkostlegan sigur á FH á heimavelli. Nikolaj Hansen er sjóðandi heitur og Kári Árnason er búinn að vera magnaður. Júlíus Magnússon var þá góður á miðsvæðinu.

Breiðablik vann 2-0 sigur á Fylki og voru þeir Kristinn Steindórsson og Viktor Karl Einarsson öflugir í liði Blika.

Dusan Brkovic hefur kannski aðeins verið í skugganum á Brynjari Inga Bjarnasyni, en það má ekki gleyma því hversu góður Brkovic hefur verið fyrir KA. Hann og Brynjar Ingi hafa myndað frábært miðvarðarpar, en Brkovic er í annað sinn í liði umferðarinnar að þessu sinni eftir 2-0 sigur KA gegn ÍA.

Dusan og Kári, það er miðvarðarpar sem maður ekki til í að lenda í.

Kristján Flóki Finnbogason var mjög góður fyrir KR í sigri á Leikni í Breiðholti og er hann í sókninni í liði umferðarinnar ásamt Joey Gibbs úr Keflavík og Nikolaj.

Gibbs skoraði tvennu fyrir Keflavík í mikilvægum sigri gegn HK, en þar átti Ástbjörn Þórðarson einnig góðan dag fyrir Keflvíkinga og komst hann í lið umferðarinnar ásamt ástralska sóknarmanninum.

Sjá einnig:
Úrvalslið 6. umferðar
Úrvalslið 5. umferðar
Úrvalslið 4. umferðar
Úrvalslið 3. umferðar
Úrvalslið 2. umferðar
Úrvalslið 1. umferðar
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner