Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   fim 17. júní 2021 11:32
Ívan Guðjón Baldursson
Chelsea að bjóða í Hakimi - Hvert fer Ramos?
Powerade
Mynd: Getty Images
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Mynd: Getty Images
Það er nóg um að vera í slúðurpakka dagsins þar sem ýmsir heitir bitar koma við sögu. Arsenal er að leita sér að nýjum leikmönnum og þá gæti Chelsea verið að landa Achraf Hakimi.


Sergio Ramos, fráfarandi fyrirliði Real Madrid, hefur fjóra mögulega áfangastaði. Þeir eru Man City, Man Utd, PSG og Sevilla. (AS)

Brighton hafnaði 40 milljón punda boði frá Arsenal í 23 ára miðvörð sinn Ben White, sem er með enska landsliðinu á EM. (Sky Sports)

Arsenal er að hætta við að kaupa Martin Ödegaard, 22 ára miðjumann Real Madrid, sem gerði flotta hluti að láni hjá Arsenal á síðustu leiktíð. Norðmaðurinn vill vera áfram hjá Real og berjast um byrjunarliðssæti. (AS)

James Maddison miðjumaður Leicester er efstur á óskalista Mikel Arteta hjá Arsenal. Leicester er búið að hafna 70 milljón punda tilboði í leikmanninn. (Express)

Chelsea er búið að bjóða 60 milljónir evra auk Marcos Alonso í skiptum fyrir Achraf Hakimi, 22 ára vængbakvörð Inter, sem er einnig eftirsóttur af PSG. (La Repubblica)

Kingsley Coman, 25 ára sóknartengiliður franska landsliðsins, hafnaði nýjum samningi frá FC Bayern því hann vill skipta yfir í ensku úrvalsdeildina. (Sky Sports)

Emerson Palmieri, 26 ára bakvörður Chelsea, er efstur á óskalista Luciano Spalletti hjá Napoli. Félögin hafa verið í viðræðum og er Napoli að reyna að lækka 15 milljón evra verðmiðann á Emerson, sem rennur út á samningi á næsta ári. (Gazzetta dello Sport)

Inter og Everton hafa bæði áhuga á að kaupa Denzel Dumfries, 25 ára bakvörð PSV Eindhoven sem hefur farið vel af stað með hollenska landsliðinu á EM. (Voetbal International)

Brighton er búið að komast að samkomulagi við Stuttgart um kaupverð á Nicolas Gonzalez, 23 ára framherja þýska liðsins. Gonzalez skoraði 6 mörk í 15 leikjum á meiðslahrjáðri leiktíð. (Guardian)

Þá er Brighton í samningsviðræðum við hinn þrítuga Danny Welbeck sem rennur út á samningi eftir tvær vikur. (The Argus)

Tottenham hefur áhuga á Tariq Lamptey, tvítugum bakverði Brighton sem meiddist illa í desember og hefur ekki spilað síðan. (Sky Sports)

Það flækir fyrir mögulegum félagaskiptum Harry Kane að Manchester City og Tottenham mætist í fyrstu umferð næsta úrvalsdeildartímabils. (Telegraph)

Sheffield United gæti þurft að samþykkja tilboð Arsenal í norska miðjumanninn Sander Berge, 23. (Sheffield Star)

Leeds ætlar enn að reyna að halda makedóníska landsliðsmanninum Ezgjan Alioski innan sinna raða. Hinn 29 ára gamli Alioski rennur út á samningi í sumar en hann hefur verið mikilvægur hlekkur í liði Leeds undanfarin fjögur ár. (Mirror)

Crystal Palace vonast til að opna samræður við Lucien Favre, fyrrum þjálfara Borussia Dortmund, sem fyrst. Félagið er í leit að nýjum knattspyrnustjóra. (Sun)

Atletico Madrid hafnaði tilboði frá Manchester Unite í Kieran Trippier. Spánarmeistararnir vilja í kringum 35 milljónir punda fyrir hann. (Guardian)

Memphis Depay, 27, er að ganga í raðir Barcelona þar sem hann mun spila undir stjórn Ronald Koeman. Memphis vill bara gera tveggja ára samning svo það verði auðveldara fyrir hann að skipta um félag ef Koeman endist ekki nógu lengi við stjórnvölinn. (Sun)
Athugasemdir
banner
banner