Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   fim 17. júní 2021 07:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Man Utd ekki til í að borga verðmiða Atletico
Kieran Trippier.
Kieran Trippier.
Mynd: Getty Images
Manchester United hefur áhuga á hægri bakverðinum Kieran Trippier, en er ekki tilbúið að borga fyrir hann 20 milljónir punda - eins og Atletico Madrid vill.

Það er BBC sem fjallar um þetta mál.

Trippier, sem er þrítugur, varð spænskur meistari með Atletico Madrid á síðustu leiktíð eftir að hafa yfirgefið Tottenham. Hann er uppalinn í Manchester City en hefur einnig leikið með Burnley á ferlinum.

Hann er sagður spenntur fyrir því að flytja aftur til Englands og semja við Man Utd, en mun ekki biðja um sölu.

Man Utd vill fá hægri bakvörð til að veita Aaron Wan-Bissaka samkeppni, en til þess að kaup á Trippier gangi í gegn, þá þarf verðmiði hans að lækka. Hann er sagður vera með 34 milljón punda riftunarverð í samningi sínum.

Trippier er núna á HM með Englandi þar sem hann spilaði í vinstri bakverði gegn Króatíu í fyrsta leik.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner