Arsenal vill Williams og Merino - Sancho eftirsóttur - Trent vill vera áfram
   mán 17. júní 2024 18:18
Ívan Guðjón Baldursson
Byrjunarlið Austurríkis og Frakklands: Tchouaméni og Camavinga á bekknum
Mynd: FIFA
Austurríki og Frakkland eigast við í lokaleik dagsins á Evrópumótinu og hafa byrjunarliðin verið tilkynnt. Það er ýmislegt sem kemur á óvart í byrjunarliði Frakka.

Didier Deschamps kýs að nota Ítalíumeistarann Marcus Thuram í fremstu víglínu frekar heldur en Olivier Giroud sem byrjar á bekknum og þá fær William Saliba sjaldgæft tækifæri í hjarta varnarinnar, en Ibrahima Konaté byrjar á bekknum.

Deschamps kýs þá að nota N'Golo Kanté, miðjumann Al-Ittihad sem náði ekki meistaradeildarsæti á nýliðnu tímabili í Sádi-Arabíu, á miðjunni ásamt Adrien Rabiot, miðjumanni Juventus. Þeir eru valdir framyfir Aurelién Tchouaméni og Eduardo Camavinga, leikmenn Real Madrid.

Í liði Austurríkismanna má finna margar stjörnur úr þýsku deildinni þar sem stærstu nöfnin eru Marcel Sabitzer, Nicolas Seiwald, Konrad Laimer og Christoph Baumgartner.

Marko Arnautovic, Philipp Lienhart og Andreas Weimann eru meðal varamanna.

Austurríki: Pentz, Posch, Danso, Wober, Mwene, Seiwald, Sabitzer, Laimer, Baumgartner, Grillitsch, Gregoritsch

Frakkland: Maignan, Kounde, Upamecano, Saliba, Hernandez, Kante, Rabiot, Griezmann, Dembele, Mbappe, Thuram
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner