Rúnar Páll var himinlifandi eftir 4-1 sigur á HK á Samsungvellinum í Garðabæ í kvöld.
Lestu um leikinn: Stjarnan 4 - 1 HK
„Bara virkilega, flottur sigur og við kláruðum þetta vel í seinni hálfleik bara virkilega fín mörk og fín frammistaða."
Hver var leiðin að brjóta HK-ingana?
„Bara þolinmæði, vera rólegir á boltan og bíða eftir tækifærinu. Við hleyptum þeim svolítið inn í leikinn þegar þeir skora markið sitt og missum svolítið tampinn fannst mér i fyrri hálfleik en síðan komum við sterkari inn í síðari hálfleik og þorum að láta boltan ganga hraðar og komumst svolítið bakvið þá. Bara virkilega flott.
Guðjón Baldvinsson skoraði tvö mörk í dag og vann gríðarlega vel og var Rúnar spurður hversu mikið það gefur liðinu í svona leikjum.
„Guðjón er alltaf duglegur og það er það hans eiginleiki sem leikmaður. Hannn skorar tvö fín mörk sem er hrikalega jákvætt fyrir okkur og fyrir hann."
„Mér fannst fremstu menn,miðjan og varnarlínan vera feiki öflug í dag og sérstaklega í síðari hálfleik og Halli að sjálfsögðu."
Stjarnan var að spila sinn annan leik eftir Covid en Stjarnan er búið að spila fæsta leiki í deildinni það sem af er.Rúnar var spurður hvort það væri ekki skemmtilegt að vera loksins mættir út á völl
„Já, við höfum ekki spilað heimaleik hérna í fimm vikur og okkur hlakkaði mikið til að fara að spila aftur hérna heima og ég tala ekki um eftir þetta Covid vesen þá erum við helvíti ferskir."
Viðtalið í heild sinni má sjá í sjónvarpinu hér að ofan
Athugasemdir






















