Veggur í viðræðum Man Utd um Mbeumo - Chelsea vill Rogers - Ekitike og Isak sápuóperan heldur áfram
   fim 17. júlí 2025 20:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Gísli Gotti í kapphlaupi við tímann að ná leikjunum gegn Blikum
'Það er klárlega markmiðið að taka þátt í þessu einvígi á móti Blikunum'
'Það er klárlega markmiðið að taka þátt í þessu einvígi á móti Blikunum'
Mynd: EPA
Var keyptur til Lech Poznan frá Víkingi í vetur.
Var keyptur til Lech Poznan frá Víkingi í vetur.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Gísli Gottskálk Þórðarson, leikmaður Lech Poznan í Póllandi, varð fyrir því óláni að slíta liðbönd í ökkla fyrr í þessum mánuði. Gísli var þá búinn að jafna sig eftir að hafa farið í aðgerð á öxl í vetur.

Hann er að jafna sig á þeim meiðslum og setur stefnuna á að vera klár fyrir einvígið gegn Breiðabliki í forkeppni Meistaradeildarinnar en það hefst á þriðjudag þegar Lech tekur á móti Íslandsmeisturunum í Poznan. Breiðablik sló út albönsku meistarana í Egnatia á þriðjudag og komust með því í 2. umferð forkeppninnar og var ljóst fyrir einvígið að sigurliðið myndi mæta Lech.

„Staðan á mér var bara mjög góð núna fyrir viku síðan. Ég var kominn aftur á völlinn eftir aðgerðina og búinn með gott undirbúningstímabil," segir Gísli Gotti við Fótbolta.net.

„En svo sleit ég tvö liðbönd í ökklanum núna á æfingu fyrir viku síðan sem var mjög svekkjandi í ljósi þess að ég er að koma úr löngum meiðslum."

„Núna þarf ég bara að koma því í lag og komast sem fyrst á völlinn aftur og það er klárlega markmiðið að taka þátt í þessu einvígi á móti Blikunum,"
segir miðjumaðurinn. Seinni hluti viðtalsins verður birtur á morgun.

Það verður að teljast líklegt að fyrri leikurinn í einvíginu komi of snemma fyrir Gísla en vonandi fyrir hann nær hann að taka þátt í seinni leiknum á Kópavogsvelli sem spilaður verður miðvikudaginn 30. júlí.

Gísli er uppalinn Bliki, fór frá félaginu á 16. aldursári og gekk í raðir Bologna. Sumarið 2022 sneri hann aftur til Íslands og samdi þá við Víking. Hann sprakk út á síðasta tímabili og var seldur til pólska stórliðsins í vetur.
Athugasemdir
banner